Í Flóanum

30.11.2012 07:26

Litla gula hænan

Sorpstöð Suðurlands tekur nú þátt í sameiginlegri leit að framtíðar urðunarstað fyrir sorp með Sorpu á höfuðborgarsvæðinu, Kölku - sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpurðun Vesturlands.  Allt frá því að sorpurðun var hætt á Kirkjuferjuhjáleigu  1. des. 2009 hafa þessi mál verið í nokkru uppnámi hér á Suðurlandi.

Málin hafa verið leyst með samningi við Sorpu um að urða í Álfsnesi það sorp sem til fellur til urðunnar.  Þessu fylgdi auðvita stóraukinn kostnaður sem varð til þess að sveitarfélögin á Suðurlandi hafa tekið upp stórbætt vinnubrögð við að ná verðmætum úr ruslinu áður en það fer til urðunar.  Sorp til urðunnar hefur nánast minnkað um helming á örfáum árum vegna þessa.

Það virtist koma mörgum á óvart hvað mikill árangur náðist fljótt í því að minnka sorp til urðunnar. Það hefur hinsvegar leitt til þess að kostnaður á hvert kíló sem fer til urðunnar er talsvert meiri en áður var.  Stæðsti kostnaðarliðurinn í sorpurðun er stofnkostnaður ýmisskonar en sorpurðunarstaðir þurfa að uppfylli ströng skilyrði vegna umhverfisþátta. Það er dýrt að opna nýjan urðunnnarstað.

Ljóst er að það er hægt að ná enn betri árangri í flokkun á rusli og í raun er ekki ásættanlegt annað enn að aðeins óvirk efni eins steypubrot, jarðefni, gler og annað slíkt verði urðað. Urðunnarstaður sá sem nú er verið að leita að er því allt annars eðlis en sú sorpurðun sem þekkst hefur fram að þessu.

Sorpstöð Suðurlands metur stöðuna þannig að hagkvæmara er að vinna áfram með Sorpu  frekar en að ætla sér að opna nýjan urðunnarstað fyrir suðurland.  Það er ósennilegt að það verði urðað í Álfsnesi um aldur og æfi og því er nú leitað að nýjum sameiginlegun urðunnarstað til framtíðar.

Sveitarfélögin á suður- og vesturlandi eru nú með til meðferðar erindi þess eðlis að benda á hugsanlegan stað til sorpurðunnar. Mikilvægt er að menn átti sig á þeim breytingum sem hafa orðið eins og ég lýsti hér áðan. Einnig að áfram verði unnið markvisst að meiri flokkun á sorpi og ekki síður að minnka framleiðslu á sorpi.

Annars hefur leit að urðunnarstað ekki alltaf gengið vel.  Þó allir vilji losna við sitt rusl á einfaldan og ódýran hátt vill enginn hafa ruslahaug í garðinum hjá sér. Þetta hefur gjarna viljað vera eins og í sögunni um  Litlu gulu hænuna.

....... "hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég og svínið sagði ekki ég..... o.s.fr.".........
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1185
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 144036
Samtals gestir: 25655
Tölur uppfærðar: 17.5.2024 05:05:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar