Í Flóanum

20.01.2013 07:18

Brennandi málefni

Við brunuðum í  Borgarnes á fimmtudaginn var, Árni varaoddviti og ég, og sátum þar málþing um gróðurelda. Málþing þetta var boðað af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Eins og stóð í fundarboði var á málþinginu lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum, leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.

Fjallað var um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda. Einnig var fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna.

Boðnir voru á þetta málþing sveitarstjórnarmenn, slökkviliðsstjórar, opinberar stofnanir, skógarbændur, tryggingarfélög, landeigendur og náttúru- og umhverfisverndarsamtök.

Hætta á stórum gróðureldum sem illa er hægt að ráða við og jafnvel með hættu á bæði manns- og töluverðu eignatjóni, hefur stóraukist á síðustu árum. Ástæða þess eru nokkrar meðal annars vegna  veðurfarsbreytinga undanfarin ár og breyttrar landnotkunnar.

Hér í Flóanum tíðkaðist það lengi vel að hreinsa land með sinubruna á vorin. Þetta var á þeim tíma sem útjörð hér var fyrst og fremst nýtt til beitar sem tilheyrði hefðbundnum búskap með kýr og kindur. Það land sem helst þurfti á slíkri hreinsun að halda voru grasmiklar mýrar og engjar. Þannig land er víða hægt að finna hér í Flóanum.  

Þetta land var á þessum tíma eingöngu vaxið grasgróðri, Skurðakerfi Flóaáveitunnar sem og aðrir skurðir vorur í þokkalegu ásigkomulagi og grunnvatsstaða í nokkru jafnvægi yfir árið. Þegar sinan var brend snemma vors brann hún á örskotstundu. Eldurinn kulnaði um leið og sinan var brunnin. Skurðir og vegir voru öruggir eldveggir. Glóð fór ekki niður í jarðveg vegna þess að yfirleitt var brent meðan jörð var frosin. Annars var jarðvatnsstaða líka það há að þetta land þornaði aldrei.

Nú er öldin önnur. Þar sem sauðfé er horfið úr högum veður upp víðir og ýmiss annar gróður. Skurðum er víða ekki viðhaldið og þeir orðnir fullir af gróðir og jarðvegi. Hvert sumarið af öðri eru þurrkar allsráðandi og jarðvatnsstaða fellur um einhverja metra á hverju sumri. Allar tjarnir og skurðir eru skraufaþurrir mest allt sumarið. Erfitt er að ætla sér að hafa einhverja stjórn á eldi orðið við þesssar aðstæður.

Þessu til viðbótar hafa víða sprottið upp sumarhúsahverfi. Þó þau séu kannski ekki í svo miklum mæli hér í sveit, enn sem komið er, má víða finna þau á svæði sameiginlegra skipulagsnefndar sveitarfélaganna á svæðinu. Það eru jafnvel samfelld sumarhúsasvæði sem þekja fleiri og fleiri ferkílómetra. Þessi svæði eru þakin miklum trjágróðri, með þröngum og löngum og illa uppbyggðum vegum sem enda svo botnlöngum.

Á þessum svæðum er fólk í þúsundum talið á hverjum tíma, Sérstaklega á sumrin þegar veður er þurrt og gott. Það er verið að grilla úti og jafnvel verið með útikerti eða lítinn varðeld. Í þurrkatíð eins og undanfarin ár er veruleg hætta á að það geti kviknað í við þessar aðstæður.  Það þarf ekki nema síkarettu glóð eða eitthvað álíka til þess. Það eru dæmi þess hér í sveit að eldur kviknaði í gróðri vegna neista úr háspennulínu við það að ógæfusöm álft flaug á línuna.  

Það eru því veruleg ástæða til þess að gefa þessari hættu gaum. Það þarf að velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að taka tillit til rýmingarleiða út úr sumarhúsahverfum í deiliskipulagi. Það þarf að gera sér grein fyrir með hvaða hætti og hvaða tæki duga til að ráða við slíkan eld. Síðast en ekki síst þarf að brýna fyrir fólki hversu varlega þarf að umgangast eld við þessar aðstæður. 

Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134356
Samtals gestir: 24525
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:53:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar