Í Flóanum

27.01.2013 07:21

Þorri

Nú er þorri genginn í garð. Ríkisstjórn Ísland fannst skynsamlegt að ráðstafa bróðurpartinum af Bóndadegi í Flóanum. Það var vel skiljanlegt að hana hafi langað til þess. emoticon  

Að loknum ríkisstjórnarfundi á Selfossi á föstudagsmorguninn gafst sveitarstjónarmönnum á Suðurlandi tækifæri á að hitta ríkisstjórnina í heild á sérstökum fundi. Fundurinn fór fram á Hótel Selfoss frá kl. 11:00 til kl. 14:00. Það gerðu ráðherrar grein fyrir ýmsum afgreiðslum á ríkisstjórnarfundinum fyrr um morguninn sem snertu Suðurland beint.

Hvert sveitarfélag fékk síðan nokkrar mínútur til þess að koma ábendingum og spurningum til ríkisstjórnarinar eða einstaka ráðherra. Ég notaði tíman, sem ég hafði fyrir Flóahrepp, til þess að benda á þá möguleika, fyrir land og þjóð, sem í dreyfbýlinu geta falist. Ef þeir möguleikar eiga að nýtast gengur ekki að skilja dreyfbýlið í landinu eftir í uppbyggingu grunnstoða í þjóðfélaginu.

Nefndi ég í því sambandi raforkuverðið, en þar hefur markvisst verið unnið að því að velta dreyfingarkostnaði á rafmagni meira yfir á þá sífellst færri sem í dreyfbýli búa. Þessu til viðbótar bætist sá gífurlegi aðstöðumunur sem er á húshitunnarkostnaði eftir því hvort um köld svæði er að ræða eða ekki.

Einnig  nefndi ég fjarskipti og internettengingar. Það eru stórstígar framfarir í þeim málum víðast hver, en dreyfbýið situr eftir. Eftir þau mistök að selja grunnnet Símans á sínum tíma og treysta á einkaframtakið í framtíðar uppbyggingu á fjarskiptum liggur ljóst fyrir að áhuginn er fyrst og fremst í þéttbýli þar sem ágóðavon er meiri.

Þessi atriði komu reyndar fram hjá fulltrúum fleiri sveitarfélaga á fundinum. Þannig að væntalega hafa ráðherrarnir áttað sig á þessu og ég geri því ráð fyrir að þessu verði snarlega kippt í liðinn. emoticon 

Annars hef ég notað þessa fyrstu daga í Þorra í að taka reiðhestana á hús. Við sendum nýjast hestinn á bænum, hann Hring, í tamningu. Kannski spáum við í að járna í dag, ef Jón í Lyngholti skyldi hafa tíma. emoticon 
 

 

Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134371
Samtals gestir: 24539
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 19:48:04
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar