Í Flóanum

11.02.2013 07:18

Bolludagur

Bolludagur er í dag og vona ég að þið getið notið þess að fá ykkur bollur í einhverri mynd í tilefni dagsins. Vafalaust hafa margir tekið forskot á sæluna og gúffað í sig rjómabollum með kaffinu í gær. Það var allavega gert hér á bæ.

Reyndar notuðum við daginn í gær einnig til þess að elda saltkjöt og baunir í tilefni sprengidagsins sem er á morgun. Hér var margmenni í mat eins og stundum áður um helgar. Öll okkar börn, tengdabörn og barnabörn ásamt nokkrum vinum og vandamönum borðuð með okkur. Fyrst saltkjöt og baunir í hádeginu og svo bollukaffi síðdegis. emoticon

Milli matar og kaffi lögðum við Jón á og riðum niður í Jaðarkotsland og litum á hrossin. Sóttum fleiri reiðhross og tóku inn. Hesthúsið er nú að verða fullt og er komin hugur í okkur að stunda útreiðarnar. Með hækkandi sól og vorblíðu flesta daga færast menn allir í aukana að þessu leiti. Stefán Ágúst frændi minn er nú einnig að flytja tímabundið á Selfoss og sér fram á að geta stundað útreiðar meira með okkur á næstu missserum.

Reynslan verður svo að skera úr um það hvort maður finnur tíma til þess að ríða út. Allavega eru áformin skýr og nú reynir á að nota þann tíman vel sem gefst. emoticon 

Hrossaræktarfélögin í Flóahreppi standa í kvöld fyrir fræðslufundi um fóðrun hrossa. Fyrirlesari er Ingimar Sveinsson fyrrverandi kennari á Hvanneyri. Rétt væri að mæta og rifja upp helstu atriðin í fóðurfræðinni og annað sem fram kann að koma.  emoticon

 



Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 792
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 145241
Samtals gestir: 25745
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:08:49
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar