Í Flóanum

17.02.2013 07:36

Folaldasýning

Hrossaræktarfélag Villingaholtshrepps efndi til folaldasýningar í gær. Sýningin var haldin í glæsilegri aðstöðu að Austurási. 35 folöld frá 23 eigendum og 12 bæjum mættu til leiks. Sitt sýndist hverjum um ágæti folaldanna en eins og lagt var upp með var það skoðun dómaranna sem réð úrslitum.


Glæsileg aðstaðan í Austurási.

Samt er það svo að flest þessara folalda verða áfram efnileg og það verða þau sjalfsagt þar til annað kemur í ljós (eða ekki). Tilgangur svona sýningum er nú fyrst og fremst að hittast og hafa gaman af.


Eigendur með verðlaunin: Ragnhildur Austurási, Bjarni Syðri-Gróf, Elin Bjarnveig Egilsstaðakoti, Ólafur Veigar með ömmu sinni, Einar Egilsstaðakoti, Haukur Austurási og Alda Syðri-Gróf.

Verðlaunuð voru þrjú merfolöld og þrjú hestfolöld. Reyndar var það svo að það voru folöld frá þremur sömu bæjunum í hvorum flokki sem fengu verðlaun þ.e. Austurási, Syðri-Gróf og Egilsstaðakoti.


Sigmar Örn, Hrafnkell Hilmar, Aldís Tanja, Sandra Dís og Arnór Leví í Jaðarkoti fylgjast með folöldunum

Eins og stundum áður þegar hestamenn koma saman reyndu menn fyrir sér í hestaviðskiptum. Allavega fjölgaði hér í hesthúsinu eftir sýninguna en það skrifast á fjölskylduna í Jaðarkoti. emoticon

 

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 792
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 145236
Samtals gestir: 25742
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:31
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar