Í Flóanum

20.02.2013 07:23

Samkeppni um land

Ég sat áhugavert málþing í Gunnarsholti í gær. Það var Rótarýklúbbi Rangæinga sem, í samvinnu við Landgræðsluna, stóð að þessu málþingi sem bar yfirskriftina "Samkeppni um land" og fjallaði um landnýtingarstefnu.

Landrími er að mínu mati ein af auðlindum Íslands. Mörg sóknarfæri geta verið í ýmiskonar landnýtingu og spurning hvort og þá með hvaða hætti það sé ástæða til af hafa áhrif á það og stýra hvernig landi er ráðstafað. Á málþinginu var m.a.fjallað um möguleika í kornrækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt, hrossarækt, skógrækt, og ferðaþjónustu með tillit til landnotkunnar.

Það er fyrst og fremst í aðalskipulagi sveitarfélaga sem hægt er að hafa áhrif á landnotkun. Þó vissulega skipulagsvaldið sé á hendi sveitarstjórnar er það nú samt ekki svo einfalt að sveitarstjónir á hverju tima geti haft hlutina eftir sínu höfði eða geðþótta. Taka þarf tillit til landskipulagstefnu ríkistjónarinnar og samkvæmt ýmsum lögum, og tillögu að lögum, er ríkisvaldið sífellt meira að seilast inn í þetta skipulagsvald.

Samráð við almenning er tryggt í lögum og til allra athugasemda þarf sveitarstjórn að taka afstöðu og rökstyðja hvernig brugðist er við þeim. Í skipulagsvinnu þarf sveitarstjórn svo að sjálfsögðu að hafa að leiðarljósi bæði rannsóknarreglu, jafnræðisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Bæði gangvart íbúum sveitarfélagsins allment og einnig einstaka landeigendum. 

Það er ekki svo ýkja langt síðan dreyfbýli landsins varð skipulagsskylt. Skipulagsvinna í dreyfbýli hefur að mínu mati svolítið einkennst af því að skilgreina sérstaklega land sem fara á undir sumarhúsasvæði, íbúabyggð, iðnaðarsvæði og þjónustusvæði. Afgangurinn er svo skilgreindur sem landbúnaðarsvæði. Á landbúnaðarsvæðum er síðan heimilt að gera ýmislegt annað en hefðbundinn landbúnað en samt í takmörkuðu magni.

Hér í sveit sýnir reynslan að ýmiskonar starfsemi getur átt heima í dreyfbýli og nauðsynlegt er fyrir samfélagið að tryggja að svo geti verið í framtíðinni. Það er samt íhugunnarefni hvort skynsamlegt er að það leiði til þess að jarðir bútist niður í tóm smábýli eða heilu jarðirnar séu teknar undir sumarhúsabyggð, eða aðra starfsemi, óháð því hvernig land er um að ræða.

Á málþinginu í Gunnarsholti var m.a. bent á hvað gæði lands til ræktunnar er misjafnt. Rök voru færð fyrir því að ástæða sé til þess, og sum sveitarfélög hafa þegar farið í þá vinnu, að flokka land með tillit til ræktunnarskilyrða. Þessi flokkun getur síðan orðið til gagn í skipulagsvinnunni þegar fjallað er um hvaða landnotkunn á að leyfa.

Ég held að þetta sé bæði tímabært og áhugavert að skoða betur. emoticon

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 792
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 145243
Samtals gestir: 25746
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:58:34
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar