Í Flóanum

02.03.2013 07:33

Alltaf nóg að gera....

Það verður að flokkast undir ákjósanlegt ástand að verkefnin sem verið er að fást við á þessum bæ eru næg. Eins og oft áður sér maður ekki fram úr þeim öllum og næsta víst að eitthvað verður látið bíða betri tíma.



Á verkstæðinu hjá Kristni og Sigmari eru næg verkefni fram undan og viðskiptavinir bíða í röðum eftir að komast að. Það eru æði fjölbreytt faratæki sem hér koma inn á gólf. Þau geta verið af öllum árgerðum, stærðum og gerðum. 

Sjálfur hef ég baki brotnu unnið við bókhaldið síðustu daga, með öðrum búverkum. Seinni gjalddagi VSKsins fyrir síðast ár var í gær. Nú þegar VSK uppgjörini er lokið er rétt að klára ársuppgjörið og skila skattaskýrslunni sem fyrst. Framundan er svo einnig að gera áburðaráætlun og ganga frá áburðar- og fræ kaupum fyrir vorið.

Hjá Flóahreppi er nú verið að ganga frá ársreikningum síðasta árs og er ætlunin að leggja þá fram í sveitarstjórn í næstu viku. Meðal annara verkefna á vettvangi sveitarstjórnarmála liggur nú fyrir að endurskipuleggja starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands, eða ákveða örlög hennar, í kjölfar þess að Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri hennar frá næstu áramótum. emoticon



Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134264
Samtals gestir: 24517
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:14:19
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar