Í Flóanum

10.03.2013 07:23

Auðhumla.

Auðhumla svf, sem er samvinnufélag mjólkurframleiðenda (allsstaðar af landinu nema úr Skagafirði), stendur nú um þessar mundir fyrir aðalfundum félagsdeilda sinna . Fyrsti fundurinn var haldinn á föstudaginn en það var einmitt í Flóa- og Ölfusdeild félagsins.

Á þessum fundum er farið yfir starfsemi  og afkomu félagsins. Félagið á og rekur Mjólkursamsöluna ehf (MS) ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga. Rekstur MS er megin verkefnið og afkoman ræðst  af árangri í rekstri hennar. Þar skiptir okkur bændur máli, bæði mjólkurmagnið sem hægt er að koma í verð á innanlandsmarkaði  og rekstraleg niðurstaða.

Afkoma félagsins hefur farði batnandi á síðustu árum og lítilsháttar söluauknig var einnig á síðasta ári. Batnandi afkoma er fyrst og fremst komin til af því að innrikostnaður í fyrirtækinu hefur dregist saman. Það hefur gerst í kjölfar þess að farið hefur verið í umfangsmikla endurskipulagningu í allri mjókurvinnslu í landinu.

M.a. hefur afurðarstöðum verið lokað og þær sem eftir standa hafa sérhæft sig í framleiðslu. Nú er unnið að því loka afurðarstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Öll innvigtun og mjólkurpökkun sem þar hefur verið er verið að flytja á Selfoss. Í Reykjavík er meiningin að vera eingöngu með vörugeymslur og dreyfingarmiðstöð.

Framleiðendur í Flóa- og Ölfusdeild Auðhumlu eru nú 40 talsins, taldir í innleggsnúmerum. Að baki þeim eru 67 félagsmenn. Á deildarfundinum á föstudaginn voru að venju afhent verðlaun til þeirra framleiðenda sem lögðu inn úrvals mjólk allt síðasta ár. 


Verðlaunahafar: Benedikt í Ferjunesi, Kolbrún Í Kolsholti, Pía í Kolsholtshelli, Aðalst. í Kolsholti, Brynjólfur í Kolsholtshelli , Ólafur í Eyði-Sandvík og svo Guðmundur Geir mjólkurbússtjóri á Selfossi.

Það voru 4 framleiðendur í deildinni sem náðu þeim áfanga á síðasta ári. Við hér í Kolsholti erum í þeim hópi nú annað árið í röð. Úrvalsmjólk () Það er ekkert eins mikilvægt í allri framleðslu að viðhalda góðum gæðum. Mér finnst því varið í það að við skulum vera í þessum hóp og stefnan er að sjálfsögðu að vera þar áfram.

 

Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 134362
Samtals gestir: 24531
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 15:45:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar