Í Flóanum

24.04.2013 07:16

Ráðgefandi skoðanakönnun

Það var sameiginleg niðurstaða á vinnufundi fræðslunefndar og sveitarstjórnar Flóahrepps 3. apríl s.l. að efna til ráðgefandi skoðanakönnunnar, samhliða Alþingiskosningunum n.k. laugardag, um framtíðarstaðsetningum leikskólans hér í sveit. 

Eins og margoft hefur hér komið fram ( Íbúafundur () og Að ná árangri í skólastarfi () ) þá hafa þessi mál verið til skoðunnar undanfarin misseri. Það hefur legið fyrir að kostirnir fyrir Flóahrepp eru aðallega tveir. Annarsvegar að stækka og breyta núverandi húsnæði leikskólans í Þingborg eða færa leikskólan í Villingaholt og reka hann í sama húsnæði og Flóaskóli er í. Þar er nægt húsrúm fyrir báða skólana í fermetrum talið.

Mikilvægt er að vanda vel til verka áður en sveitarstjórn tekur svona ákvörðun. Leitað hefur verið álits utanaðkomandi ráðgafa bæði á sviði húsnæðis og annari aðstöðu og skólastarfs. Það er einnig mikilvægt að samfélagið taki þátt í umræðunni. Haldnir hafa verið 3 íbúafundir um málefnir til að fá fram skoðanir og álit íbúanna og nú er efnt til ráðgefandi skoðanakönnunar meðal allra íbúa sveitarsfélagsins. 

Mér finnst rétt að taka fram að ég hef myndað mér ákveðnar skoðanir í þessu máli og þau sérfræðiálit sem fyrir liggja styðja þær skoðanir. Ég tel það einstakt tækifæri að efla skólastarf beggja skólastigana að færa þá saman í húsnæði. Það liggur fyrir að hægt er að skapa báðum skólunum góða aðstöðu í því húsnæði sem er fyrir í Flóaskóla með tiltölulega litlum framkvæmdum.

Það kallar á mun minni framkvæmdakostnað og rekstrarkostnað húsnæðis, sem gefur svigrúm og tækifæri til að nýta fjármuni meira í skólastarfið sjálft og annan búnað til skólastarfs en bara húsnæði. Ef að vel tekst til gefst einnig tækifæri til eflingar faglegs starfs í skólunum báðum sem er mikilvægt fyrir metnaðarfulla skólastarfsemi. Það stuðlar að því að halda í og laða að hæfileikaríkt starfsfólk í báða skólana.

Það verður athyglisvert að sjá á laugardaginn hvernig íbúar sveitarfélagsiins líta nú á málið. Ég er að vona að sem flestir kynni sér öll gögn sem liggja fyrir úr þessari vinnu og eru aðgengileg á heimasíðu Flóahrepps. Einnig er hægt að nálgast þau á skrifstofu sveitarfélagsins.

Ég er einnig að vona að fólk myndi sér skoðanir út frá heildar- og langtímahagsmunum sveitarfélagsins. Ef íbúar Flóahrepps vilja allment standa að rekstri samfélagsins að ráðdeild en metnaði þá erum við að ræða um áhugavert verkefni.  emoticon



Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1399
Gestir í gær: 242
Samtals flettingar: 133249
Samtals gestir: 24421
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 07:45:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar