Í Flóanum

04.06.2013 22:52

Íslenski torfbærinn

Það rifjaðist upp fyrir mér, nú á föstudaginn var, að ég á í fórum mínum ljósmynd af málverki sem málað var af bæjarhúsunum í Kolsholti sennilega um eða stuttu eftir aldarmótin 1900. Þessa ljósmynd gaf mér fullorðinn maður sem hingað kom einu sinni. Það eru sennilega u.þ.b. 30 ár siðan.

Þegar hann kom hér bað hann mig um að sýna sér hvar bærinn hafi staðið áður fyrr og taldi ég mig getað sýnt honum það. Hann þakkaði fyrir sig með því að gefa mér þessa ljósmynd. 



Ef ég man rétt þá sagðist hann vera fæddur hér í Kolsholti (eða uppalin að einhverju leiti) og að hann ætti þetta málverk af bænum.

Ástæða þess að þetta fór að rifjast upp fyrir mér núna var að þegar hátíðin "Fjör í Flóa" var sett hér í Flóahreppi á föstudaginn við hátíðlega athöfn notaði sveitarstjórnin tækifærið og afhenti styrki til menningarmála. Meðal styrkhafa var Hannes Lárusson í Austur-Meðalholtum. 

Hannes og Kristín Magnúsdóttir hafa af miklu metnaði unnið að því að koma upp fræðasetri um íslenska torfbæinn í Austur-Meðalholtum. Nú er unnið að lokaframkvæmdum hjá þeim. Styrkurinn frá Flóahreppi er veittur til ljúka rannsóknum og setja upp sýningu um torfbyggingar í sveitarfélaginu. Verkið er unnið þannig að gagna er aflað, grunnmyndir teiknaðar, myndir fundnar og talað vð tugi eldra fólks. 

Það er mikilvægt gera þessari menningararfleyfð góð skil og það eru þau svo sannarlega að gera í Austur-Meðalholtum. 

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 134
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 131708
Samtals gestir: 24159
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 06:59:04
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar