Í Flóanum

09.06.2013 07:12

40 ára ferming

Tvær fyrrverandi skólasystur mínar þær Þórdís og Inga höfðu samband við mig nú um daginn og bentu mér á að nú fer að koma að þeim degi að það eru fjörutíu ár liðin frá því við fermdumst saman. Sú hátíðlega athöfn mun hafa farið fram 11. júní 1973.
 
Við vorum 7 sem fermdumst þenna dag í Villingaholtskirkju. Það þykir nú nokkuð stór hópur í þessari sókn. 

Ég er nú ekkert sérstaklega minnugur á svona stundir, man þó að veðrið var gott og hér kom fjöldinn allur af gestum. Það sem ég man helst, úr þessari ágætu veislu, var þegar ég fór með hluta af veislugestunum fram á Bjalla að sýna þeim þrílembuna mína. 

Á þessum tíma var ekki mikið um þrílemdur en ég var mjög stoltur af þessari fjáreign minni. Ég held að ég hafi átt orðið 7 ær þarna fermingarvorið mitt.og þær skilað 15 lömbum það vorið. Þrílembuna hafði ég heima í túni allt sumarið. Hún var með þrjár gimbrar sem allar voru svo settar á um haustið.

Í tilefni þess að nú eru 40 ár liðin stungu þær Þórdís og Inga upp á að við myndum hittast og rifja upp gömul kynni. Það verður bara skemmtilegt. Vona bara að sem flestir geti mætt.

Þau sem fermdust hér fyrir 40 árum voru:

Aðalsteinn í Kolsholti
Anna Lísa í Selparti.
Elvar Ingi í Villingaholti
Inga í Vatnsholti
Guðm. Helgi í Villingaholtsskóla
Þóroddur í Villingaholsskóla
Þórdís á Egilsstöðum.



Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 131634
Samtals gestir: 24140
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 17:22:57
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar