Í Flóanum

06.07.2013 07:33

Fuglsö 1976

Sumarið 1976 var ég bæði ungur og efnilegur. Ég hafði tekið þátt í frjálsíþróttaæfngum með hópi unglinga á svæði HSK veturinn áður. Í byrjun júni var svo haldið til Danmerkur í æfingabúðir. Umsjón með þessum æfingum og þjálfari í æfingabúðunum var danski þjálfarinn Ole Schöler. 

Þessar æfingabúðir voru í Fuglsö á Jótlandi. Þátttakendur voru flestir af HSK svæðinu eða 26 en til viðbótar voru 7 frá HSÞ, 1 frá HSH, 1 frá KA og 1 frá ÍR..

Við dvöldum, að mig minnir, í þrjár vikur í Fuglsö við æfingar og keppni. Í lok ferðarinnar var svo haldið á danska Landsmótið sem haldið var í Esbjerg dagana 25, 26, 27  júní. þetta sumar.

Þessi ferð var bæðri skemmtileg og eftirminnanleg þeim sem í henni voru. Þær Áslaug Ívarsdóttir og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir sem báður voru með á sínum tíma höfðu forgöngu um að kalla þennan hóp saman. Það var vel við hæfi að hittast nú á Selfossi í tengslum við Landsmót UMFÍ sem þar sendur nú yfir.

Góð mæting var. Meira að segja mætti Ole þjálfarinn okkar frá Danmöku. Það var skemmtilegt að hitta þetta fólk aftur og rifja upp gömul kynni. Suma hafði maður ekki séð í 37 ár. emoticon

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 697
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 136201
Samtals gestir: 25075
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:30:24
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar