Í Flóanum

28.02.2014 23:03

Daginn lengir

Í morgun kom sólin upp yfir Mýrdalsjökli, héðan að sjá, um kl hálf níu. Þegar ég kom inn úr morgunmjöltun um áttaleitið var samt orðið albjart og morgunroðinn lýsti upp austurhimininn.



Þó það sé enn mið góa og talsvert eftir af þessum vetri, er samt ýmislegt sem minnir á að vorið mun koma að honum loknum eins og öllum öðrum vetrum. Það er hægt að treyst því orðið held ég alveg.

Í gærkvöldi heyrði ég í álftinni en hún er sá farfugl sem maður verður fyrst var við hér þegar vetri tekur að halla. Þó ég og álftin séum nú engir sérstakir mátar  ( Byggið, þurkurinn, rigningin og loftárásir () og Svanasöngur..... ()) var það ekki efst í mínum huga þegar ég heyrði í henni í gærkvöldi. Það sem mér datt í hug var að nú fari senn að vora. emoticon  
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 133997
Samtals gestir: 24481
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 21:06:16
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar