Í Flóanum

17.08.2014 07:26

Starfsíþróttir

Héraðsmót HSK í starfsíþróttum var haldið í gær í Aratungu. Keppt var í tveimur greinum þ.e. plöntugreiningu og fuglagreiningu.

Keppni í starfsíþróttum hefur lengi fylgt ungmennafélagshreyfingunni. Á landsmótum UMFÍ er ávalt keppt í starfsíþrótttum og finnst mér það skemmtilegur siður. Starfsíþróttir () Misjafnlega er þó hvað Héraðssamböndin leggja mikla áherslu á að senda lið og í undurbúning þess fyrir Landsmótin.

HSK hefur jafnan lagt metnað í þetta og hefur um langt árabil staðið fyrir keppni í starfsíþróttum hér á svæðinu. Fyrst þegar ég man eftir var það nú aðalega á Landsmótsári sem unnið var í þessu en þegar ég kom í stjórn HSK árið 1990 var það fastur liður á Íþróttahátíð HSK ár hvert að keppa í nokkrum greinum starfsíþrótta. 

Það var svo þegar sett var heilstæð reglugerð (árið 1993) um Héraðsmót HSK í öllum íþróttagreinum sem keppt er í svæðinu að ákveðið var hafa starfsíþróttir þar með. Síðan held ég að haldið hafi verið Héraðsmót HSK í starfsíþróttum á hverju ári.

Umf Vaka hefur ávalt sýnt starfsíþróttum áhuga og margoft unnið stigakeppni aðildarfélaga HSK á þessum mótum.

Kolbrún tók þátt í mótinu í Aratungu í gær fyrir Umf. Vöku og henni gekk bara vel. Hún varð í 2 til 3 sæti í plöntugreiningunni og í 4. sæti í fuglagreiningunni. Umf. Vaka varð í öðru sæti í stigakepninni en Íþróttafélagið Suðri sigraði. emoticon                              
Flettingar í dag: 170
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 134
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 131830
Samtals gestir: 24171
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 22:29:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar