Í Flóanum |
||
15.03.2010 22:45Heimsókn í KrakkaborgÁ föstudaginn var fóru fulltrúar úr sveitastjórn og fræðslunefnd Flóahrepps í heimsókn í skólana í sveitarfélaginu en þetta eru Leikskólinn Krakkaborg og Flóaskóli. Atvikinn höguðu því svo að ég varð að fara annað til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins um tíma þennan dag og missti því af heimsókninni í Flóaskóla að miklu leiti. Ég kom hins vegar í Krakkaborg og hafði bæði gagn og gaman af. Karen leikskólastjóri tók á móti okkur og fór með okkur um allt húsnæði skólans og útskýrði og sýndi okkur alla starfsemi skólans og aðstöðuna alla. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði skólans og innra skipulagi á undanförnum missserum og sýndist okkur það vera að koma vel út. Ég er þeirra skoðunnar að mikið og gott starf fer fram í leikskólanum undir öruggri stjórn Karenar. Það er lagður mikill metnaður í það sem verið er að gera og ég er sannfærður um að það er að skila sér í góðu skólastarfi. Leikskólabörnum hefur fjölgað nokkuð stöðugt í sveitarfélaginu á síðustu árum og er nú svo komið að húsnæði skólans tekur ekki öllu fleiri börn að óbreyttu. Það er því tímabært að fara að hugsa fyrir því hvernig bregðast á við því ef hér verður áfram fólksfjölgun. Sjálfur á ég þrjú barnabörn í þessum leikskóla. Aldís Tanja sem er 5 ára var úti með jafnöldrum sínum þegar við fórum um skólann þannig að ég hitti hana ekki. Afastrákarnir míni þeir Hjalti Geir sem er 3 ára og Arnór Leví sem er 2 ára eru báðir á Strumpadeild í leikskólanum. Þegar þeir sáu Afa sinn í hópi gesta voru þeir ekki lengi að smegja sér til mín og settust hjá mér á meðan við stoppuðum inn á deildinni hjá þeim. Þeim hefur þótt tilhlíðilegt að sinna þessum gesti sem þeir þekktu svo vel úr hópi af ókunnu fólki sem barst þarna um skólann þeirra. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190696 Samtals gestir: 33862 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:14:35 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is