Í Flóanum

Færslur: 2016 Nóvember

28.11.2016 21:15

Formæður mínar

Nú gerir sumt fólk það sér til dundus á facebook að fletta upp í íslendingabók og rekja ættir sínar í beinan kvennlegg rúmar tvær aldir aftur í tímann. Ég hef stundum leikið mér að því að fletta um í íslendingabók og reynt að skoða hvernig lífsbaráttan hjá forfeðrum og formæðrum mínum hefur verið.

Vilborg Ólafsdóttir formóðir mín var fædd í Hrunamannahrepp 1769. Árið 1801 er hún húsfreyja í Syðra-Seli þar í sveit gift Jóni Sigmundssyni bónda. Þau eignast 9 börn og a.m.k 7 þeirra komust á legg. Elst var Guðríður Jónsdóttir langalangalangamma mín en hún var fædd 1794.

Guðríður giftist 1818 manni úr Flóanum Jóhanni Einarssyni. Þau búa lengst af í Efra-Langholti í Hrunasókn og eignast 10 börn.

Til gamans ná geta þess að meðal barna þeirra var Einar Jóhannsson (f.1822) en dóttir hans var María Einarsdóttir fædd 1872 sem kemur í Forsæti 1921 ásamt manni sínum Kristjáni Jónssyni. Þau voru foreldrar þeirra systkina Einars í Vatnsholti, Sigurjóns í Forsæti, Oddnýju í Ferjunesi og Gests í Forsæti og eiga fjölda afkomenda hér í sveit.

Yngst barna Guðríðar og Jóhanns í Efra-Langholti var Sigríður Jóhannsdóttir fædd 1836 langalangamma mín. Hún giftist manni úr Tungunum Bjarna Þóroddsyni fæddur 1833 og búa þau á Helgastöðum. Þau eignast 7 börn. Næst yngst er langamma mín Valgerður Bjarnadóttir fædd 1877

Árið 1882 eða 3 bregða þau búi og flytja til Reykjavíkur. Yngsta barn þeirra er þá 4 eða 5 ára og það elsta 23 eða 24 ára. Sonur þeirra Guðjón Bjarnason fæddur 1863 flytur með þeim suður. Hann lærir trésmíði og vinnur við það. Árið 1981 giftist hann Guðbjörgu Brynjólfdóttur frá Kaldbak í Hrunamannahrepp.

Þau taka sig upp árið 1894 og flytja vestur á Vestfirði. Þar gerast þau einir af frumbýlingum á Geirseyri við Patreksfjörð. Þau byggja sér þar hús og eru þar til 1903. Þá færa þau sig yfir fjörðin og hefja búskap á Geitagili í Örlygshöfn þar sem þau búa í 22 ár,

Bjarni faðir Guðjóns er eitthvað hjá honum fyrir vestan á efri árum en hann deyr 1914. Valgerður systir Guðjóns og langamma mín hefur sjálfsagt einnig eitthvað verið fyrir vestan hjá honum. Allavega giftist hún rétt fyrir eða um aldarmótaárið 1900 sjómanni á Patreksfirði, Ingimundi Bjarnasyni langafa mínum fæddur 1877 í Kollsvík.

Þau búa á Patreksfirði. Árið 1908 er mikið örlaga ár hjá þeim. Þá fæðist þeim 7. barnið en það deyr kornabarn . Það gera líka 4 önnur börn þeirra eitt af öðru. Barnaveikin er skæð árið 1908 vestur á Patreksfirði. Það er aðeins tvær elstu systurnar sem lifa árið af börnum þeirra. Sú yngri var Bjarnveig Sigríður Ingimundardóttir amma mín fædd 1902

Árið 1909 fæðist þeim 8. barnið. Í apríl 1910 drukknar svo Ingimundur langafi minn í sjóslysi. Sjö mánuðum síðar fæðist þeim seinasta barnið en það lést einnig fárra mánaða. Er óhætt að segja það að mikið hefur verið lagt á hana langömmu mína þessi ár vestur á Patreksfirði. Hún fer nú til Reykjavíkur og nokkru seinna giftist hún aftur og eignast 4 börn með seinni manni sínum. En yngsta dóttir Valgerðar og Ingimundar lést á unglingsaldri.

Þegar Ingimundur langafi minn deyr taka Pétur A Ólafsson útgerðar- og verslunnarmaður á Patreksfirði og María kona hans Bjarnveigu ömmu mína, þá 8 ára, í fóstur og var hún hjá þeim til fullorðinsára. Pétur kom til Patreksfjarðar vorið 1898 sem faktor á Geirseyri fyrir aðalverslun og útgerðarstöð nýstofnaðs félags "Islands Handels og Fiskeri Co" (IHF).  Hann kaupir svo bækistöðina 1906 og rekur hana til árins 1931.

Sjálfur flytur hann til Reykjavíkur árið 1916 og Bjarnveig amma mín þá einnig. Um tvítugt fer Bjarnveig til Danmerkur og dvaldi þar einhvern tíma. Hún giftist svo afa mínum Aðalsteini Eiríkssyni fæddur 1901 í Þistilfirði  Vestur í Djúp () 



  • 1
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130707
Samtals gestir: 23878
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:29:23
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar