Í Flóanum

Færslur: 2017 Apríl

11.04.2017 12:48

Að eiga erfiða tengdamóður

Ég hitti gamlan sveitunga  minn  um daginn. Við höfðum ekki hist lengi en áttum langt  tal saman að þessu sinni. Hann bauð upp á koníak og naut þess sjálfur að súpa á svo ég þyrfi nú ekki að drekka einn.

Eftir því sem lækkaði í koníaksflöskunni urðu samræður okkar persónulegri. Hann trúði mér fyrir því að tengdamamma sín  væri erfið. Hún hefði í fyrstu allveg verið að gera hann vitlausan með afskiptasemi og tilætlunnarsemi. Hann hefði nú fjótt lært að lifa við þetta og ekki látið það eyðileggja fjölskylduna sína.

Hann sagðist hafa áttað síg á því að vonlaust mál væri að fara í eitthvert stríð við tengdamömmu, Það væri fyrirfram tapað og myndi bara eyðileggja og sundra fjölskyldunni sem hann hafði miklar mætur á. Það eina í stöðunni væri að gera alltaf ráð fyrir tengdamömmu og vona svo bara að hún væri annað hvort í góðu skapi, eða eitthvað vant við látinn hverju sinni.

Hann trúði mér fyrir því að það væri dagamunur á tengdamömmu. Suma daga væri hann lítið sem ekkert var við hana og hún léti hann allveg í friði. Aðra daga hefði hún allt á hornum sér. Þá væri um að gera að láta hana ekki fara í taugarnar á sér. Reyna bara að halda sínu striki, samþykkja allt sem hægt væri af því sem tengamanna segði en humma fram af sér að svara hinu.

Svo væri um að gera að njóta þess vel þegar ekkert bólaði á tandamömmu eða þegar hún hún væri í góðu skapi. Þá væri fáránlegt að vera að pirra sig á því sem hún sagði eða gerði í gær. Það væri meira að segja ágætt að gantast við tengdamömmu þegar hún væri í góðu skapi.

Hann sagðist alltaf ætla tendamömmu stól í öllum fjölskylduboðum, Hann vonaði að vísu alltaf að hún kæmist ekki. En yfirleitt mætti hún nú en þá stundum í hinu best skapi og til lítilla leiðinda. Lykilatriði væri að hún hefði enga ástæðu til að ætla að hún væri ekki velkomin.

Þannig lét hann  dæluna ganga um sig og sína fjölskyldu í góðan tíma. Ég lagði nú ekki mikið til málanna en hlustaði á þennan fyrrum sveitunga minn og kinkaði kolli reglulega. Svo allt í einu stoppaði hann, leit í mig og sagði:

" Hvað er ég að rugla þetta endalaust. Ég ætti nú ekki að vera að kvarta þetta yfir þér.  Þú sem ert að með Parkinsonveiki.. Það hlítur að vera ömurlega leiðinlegt. og miklu erfiðara en það sem ég er að kvarta yfir . Hvernig gengur að takast á við það frá degi ril dags?."

Ég hugsaði mig um smá stund. en svaraði honum svo:  " það er bara nákvælega samskomar verkefni og þú ert að fást við. "
.
                                                                Skrifað niður á Parkinsondaginn 11. apríl 2017.
                                                                                   Aðalsteinn Sveinsson
                                                                    


 
  • 1
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49723
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:43:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar