Í Flóanum

Færslur: 2012 Júní

28.06.2012 07:34

Forseti Íslands

Nú stendur til að kjósa til forseta á laugardaginn. Það hafa sem betur fer nokkrir lýst sig reiðubúna til þess að taka að sér embættið.  Nú reynir bara á þjóðina að velja þann sem henni þykir bestur.

Það óvenjulega við þessar kosningar nú er að sitjandi forseti hefur fullan vilja til þess að gegna starfinu áfram. Það hefur ekki þótt ástæða til þess áður ef sitjandi forseti  vill halda starfinu að leggja í mikla vinnu við mótframboð og kosningabaráttu. Ef til þess hefur komið þá tók þjóðin varla eftir því og sitjandi forseti kjörinn með yfirgnæfandi fylgi.

Nú bregður öðru vísi við. Nú er fjöldi mótframboða og töluvert lagt í kosningabaráttuna. Umræðan snýst reyndar svolítið um sitjandi forseta og störf hans. Augljóst er að hann nýtur ekki sama almenna traust og fyrirrennarar hans gerðu meðan þeir voru í starfi. Enda er hann búinn upp á sitt einsdæmi að gjörbreyta  starfinu og hlutverki þess í sinni embættistíð.

Hann hefur tekið sér meiri pólítísk völd en nokkur annar forseti hefur gert. Hann hefur stillt sér upp sem "öryggisventli" fyrir þjóðina gangvart þeim stjórnvöldum sem þjóðin kýs yfir sig. Það fellst aðallega í því að hann leggi persónulegt mat á það hvaða mál eru það "stór" að rétt sé að hann taki til sinna ráða og hafi afskifti af afgreiðslu þeirra.

Ýmislegt í þessari umræðu veldur mér heilabrotum og finnst mér þversagnir í ýmsu því sem haldið er fram.  Þeir sem mest tala um lýðræðið og að færa eigi völd til fólksins ætla að setja traust sitt á forsetaembættið.  Þetta gengur svo langt að mér finnst eins sumir haldi það, að það verði allt eitthvað lýðræðislegra ef völd forseta eru aukinn.

Talað er jafnvel um það að forsetinn eigi að segja Alþingi fyrir verkum ef honum sýnist svo og hann eigi hiklaust að vísa mönnum úr ríkisstjórninni ef honum þykir ástæða til.

Mér finnst akkúrat ekkert lýðræðislegt við þetta. Ef það er nauðsynlegt, sem það sjálfsagt er, að almenningur geti tekið fram fyrir hendurnar á starfandi stjórnvöldum verðu að finna einhverja betri lausn á því.

Það er engann vegin boðlegt að vera háður, í þessum efnum, duttlungum einnar mannesku þ.e. þeirri sem gengir embætti forseta hverju sinni.  Hægt er að spyrja sig núna, ef sitjandi forseti nær ekki helming greiddra atkvæða hvort meirihluti þjóðarinnar treystir honum þá ekki. Hann gæti samt sem áður ná kjöri til þess að gegna starfinu áfram,

 

23.06.2012 07:26

Ljósleiðari og Jónsmessunætur-föguður.

Í gær hittust á óformlegum spjallfundi forsvarsmenn nokkura sveitarfélaga sem hafa verið að spekulera í ljósleiðaravæðingu. Þetta voru dreifbýlissveitarfélög hér af suðvesturlandi sem eru að velta fyrir sér með hvaða hætti íbúar þess geti setið við sama borð og fólk í þétttbýlinu hér allt í kring varðandi net og sjónvarpstengingar.

Sum þessa sveitarfélaga hafa nú þegar ákveðið að leggja ljósleiðara í hvert hús í sveitarfélaginu. Þau sem lengst eru komin í þessum málum eru Skeiða- og Gnúpverjahreppur sem er þegar búin að bjóða út framkvæmdir  og svo Hvalfjarðarsveit sem hefur tekið ákvörðum að leggja í slíkar framkvæmdir,

Ljósleiðaranetið í þessum sveitarfélögum verður í eigu sveitarfélagsins og rekið af þeim. Síma-, intarnet-  og sjónvarpsfyrirtækum veður boðið að selja sína þjónustu á þessum netum. Þessi sveitarfélög miða við að þeirra íbúar greiða ekki hærri gjöld en gengur og gerist í þéttbýlinu hér í kring. Ljóst er að verkefnið er fjármagnað með skattfé og það geti tekið áratugi að það borgi sig til baka.

Það er niðurstaða þessara sveitarfélaga að þetta sé eina leiðin til þess að tryggja íbúum sínum fullnægandi þjónustu. Eftir viðræður og samtöl við dreyfifyrirtæki, sem eru fjölmörg starfandi á svæðinu með hinar ýmsu tæknilausnir, sjá menn ekki að þau leysi þetta með fullnægandi hætti í dreyfbýli til langs tíma .

Það er mín skoðun og margra annarra sem hafa velt þessu fyrir sér að það voru regin mistök að selja grunnnet símans á sínum tíma. Það hefði verið mun skynsamlegra í okkar strjálbýla landi að byggja á einu öflugu samskipaneti um landíð. Í stað þess eins og nú er að mörg fyrirtæki eru að leggja í kostnað við einhverskonar samskipatkerfi. Þessi kerfi eru misjöfn tæknilega og bjóða upp á misgóða þjónustu. Þau eru meira og minna vannýt og/eða vanmáttug til að standa sig í samanburði við það sem best gerist.


Sumarnótt í Flóanum

Annars er nú sá árstími að það er kannski engin ástæða til að vera vetla þessu fyrir sér. Hver hefur áhuga eða þörf á sjónvarpi, síma eða interneti nú þegar bjart er allan sólarhringinn og boðið er upp á veðurblíða alla daga.

Í kvöld ætlar hann Stefán Ágúst frændi minn að fagna þeim áfanga að hann er að útskrifast sem læknakandidat í dag. Hann ætlar að gera það með þeim hætti að boða til Jónsmessunæturs-fagnaðar hér í skógræktinni. Stefán þekkir hér vel til enda verið hér oft og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og störfum allt frá því að hann fæddist. 

Mér finnst varið í það hann skuli velja það að fagna þessum tímamótum hér. Enda í sjálfusér hvergi betra að vera en úti í guðsgrænni náttúrinni í bjartri sumarnóttinni í Flóanum. Sjálfur ætla ég að rölta til hans í fagnaðinn og óska honum til haningju með áfangann.

  

16.06.2012 07:55

Júllarar.

Í dag eru 100 ár liðin frá því að hann tengdapabbi minn Júlíus Sigmar Stefánsson ( f. 12 jún. 1912 - d 7. okt. 1989. ) fæddist. Afkomendur hans og tengdamömmu Guðfinnu Björg Þorsteinsdóttur ( f. 27 júl. 1916 - d. 29. maí 1984 ). er nú samankomin i tilefni þess vestur í Helgafellssveit.


Kolbrún með foreldrum sínum hér á árum áður...emoticon 

Allur þessi hópur. þ.e. afkomendur þeirra ásamt mökum telur eitthvað á annað hundrað manns. Þetta fólk er búsett um allt land og hluti einnig í Ameríku. Ekki veit ég hvað margir eru mættir að Skyldi í Helgafellssveitina núna. Sjálfur ætla ég að renna þangað vestur á eftir og taka þátt í gleðinni með þeim það sem eftir lifir af helginni.

Þó tengdapabbi hafi ekki verið fyrirferða mikill í sínu lífi og var aldrei með háreysti um nokkurn hlut á ég ekki von á að afkomendur hans minnist hans nú með neinni kyrrðarstund. Ég reikna frekar með því að það verði meira hlegið og jafnvel sungið og leikið sér.  Það verður mikið talað og talað hátt. Það verður strýtt og skotin munu ganga miskunarlaust manna á milli. Aðallaga munu menn þá hlæga, faðmast og kissast trúi ég. Akkúrat þannig held ég líka að tengdapabba muni hafa líkað þetta best.



07.06.2012 07:42

Verkstæðið

Undanfarinn misseri hafa þeir félagar Sigmar og Kristnn unnið að því að standsetja austurendan á hlöðunni hér fyrir verkstæði. Þar hyggast þeir geta tekið að sér ýmis viðgerðarverkefni. Eitt fyrirferðamesta verkfærið á þessu verkstæði er sprautuklefi sem hann Kristinn á. Hann hefur verið að læra og vinna við bílamálum. Nú er meininginn að bjóða m.a. upp á slíkt hér þegar þetta verður allt komið gagnið hjá þeim.



Í tilefni þess að um síðustu helgi var hér  haldinn hátíðin "Fjör í Flóa" voru þeir með opið hús á sunnudaginn. Þar gátu gestir og gangandi komið og skoðað aðstöðuna. Unnið var nótt og nýtan dag alla vikuna á undan við klára sem mest fyrir þessa opnun.

 

Talsverður fjöldi gesta mætti. Víða í sveitarfélaginu var verið að taka á móti gestum og boðið var upp á ýmsar uppákomur alla helgina. Veðrið var frábært og fólk í hátíðarskapi. Fjöldi fólks um allan Flóahrepp lagði heilmikið á sig til þess að gera þessi helgi jafn skemmtilega og raun varð. 

Takk fyrir það.emoticon 

  

03.06.2012 07:44

Brautskráning

Það var ánægulegt að renna í vestur í Borgarfjörðinn á föstudaginn og vera viððstaddur brautskráningu nemenda við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Það var fríður hópur nemenda sem brautskráðir voru frá öllum deildum skólans. Hún Erla Björg var þar á meðal en nú var hún ljúka þriggja ára námi við skólan og útskrífast með BS gráðu í umhverfisskipulagi.



Á sama tíma voru söguleg skólaslit hér í Flóanum. Flóaskóli var að brautskrá nemendur úr 10. bekk grunnskóla í fyrsta sinn. Það var ekki síður hátíðleg stund og glæsilegur nemendahópur þykist ég vita.

Ég óska öllum þessum nemendum til hamingu með áfangann. Það er alltaf sérstök en upplífgandi stemming við það þegar skólar eru að brautskrá nemendur. Það gefur manni trú á framtíðina.emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126870
Samtals gestir: 22930
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:58:37
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar