Í Flóanum

Færslur: 2017 Júlí

27.07.2017 08:43

Skemmtiferðin

Það er auðvita nokkuð misjafnt hvernig fólk tekst á við áföll og mótlæti í lífinu. Öll þurfum við að fást við slíkt í einhverri mynd. Enginn kemst áfallalaust í gegnum lífið. Það er engin ein leið sem gildir þegar glíma þarf við slík verkefni enda ekkert verkefnið heldur eins og enginn tveir einstaklingar eru eins.

Ég veit um marga sem hafa þurft að takast á við ýmsa erfileika og áföll með undraverðum árangri. Sumir hafa neyðst til þess að endurskoða allt sitt líf og framtíðarplön m.a. vegna sjúkdóma eða slysa sem yfirleitt eru nú ekki tekin með í reikningin þegar framtíðarplön eru gerð.

Svo er til fólk sem er alltaf afreksfólk í flestu sem þau gera. Það á við um vin minn Snorra Má Snorrason fyrrverandi formann Parkinsonsamtakana. Hann hefur undanfarin sex sumur farið um landið á reiðhjóli undir kjöroðunum  "þIn hreyfin - þinn styrkur." .Verkefnið nefnir hann Skemmtiferðina. 

https://www.facebook.com/skemmtiferdin/
Snorri hefur bent á hversu mikilvægt það er fyrir alla að vera í góðu líkamlegu formi. Hann sjálfur stundar markvissa líkamsþjálfun í baráttu sinni við Parkinsonsjúkdóminn sem hann greindist með fyrir 13 árum þá aðeins fertugur að aldri.

Það dugar Snorra ekki að mæta bara reglulega í ræktina. Hann notar hjólreiðar mikið í sinni þálfum og svo storkar hann sjálfum sér með æfintýralegum ferðalögum  um allt okkar fallega land  á hverju sumri. Fjölskylda Snorra og vinir hans hafa lagt honum lið í þessu verkefni. Hún Kristrún eiginkona hans fylgir honum um allt land á hverju sumri og er hans stoð og stytta.

Skemmtiferðin er ekki bara hugsuð sem verkefni fyrir athafnaþrá og ástríðu Snorra. Hún er hugsuð sem hvatning til allra um hreyfingu og áskorun um að vera í góðu formi. Þatta á við alla bæði heilbrigða og sjúka.

Þegar ég á útmánuðum 2015 var að átta mig á breyttum forsendum í mínu lífi Parkinsonveiki () og fór ég að lesa mér til, bæði um sjúkdóminn sjálfan og hvernig líf ég ætti nú í vændum framundan var margt af því nú ekki upplífgandi. Það var svo þegar ég las um " skemmtiferðina " hans Snorra ( Ég þekkti Snorra ekki þá ) sem mér fannst ég rekast á etthvað áhugavert.

Það hjálpaði mikið til. Einnig eftir að ég kynnist Snorra og hans vðhorfum og fleiru góðu fólki hjá Parkinsonsamtökunum.

Þannig er með Snorra eins og aðra afreksmenn að hann er bæði hvatning og fyrirmynd annarra. Það er einmitt miklvægasta hlutverk allra afreksíþrótta


  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49761
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:04:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar