Í Flóanum

Færslur: 2013 Júlí

30.07.2013 07:42

Leikskóli fyrir kálfa

Á hverju hausti heyrir maður ýmsar ævintýrasögur um smölun á nautgripum. Það er nefnilega þannig að nautgripir geta verið allra erfiðustu húsdýr í smölun. Þó það gangi, alla jafna, vel á felstum bæjum að koma mjólkurkúnum í mjaltir kvölds og morgna þá er ekki sömu sögu að segja stundum þegar á að smala geldneytum saman.

Hjarðhegðun nautgripa er engu minni en hjá mannfólkinu. Einn styggur kvígukálfur getur gert heila naugripahjörð að óstöðvandi fylkingu sem rennur stjórnlaust á og í gegnum nánast hvað sem er. Þá dugar lítið öll þau farartæki eða hundar sem tiltæk eru til þess að reyna að stýra slíkri hjörð.

Menn hafa þó reynt ýmsar aðfarir og beitt bæði traktorum, jeppum  og/eða  fjórhjólum í slíkri baráttu. Hugsunin hefur þá verið sú að ef maður geti verið nógu fljótur að komast fyrir gripi sem ekki rekst í rétta átt þá sé björninn unnin. Ekki er víst að allar slíkar aðfarir hafi einfaldað málið eða haft róandi áhrif á gripina. emoticon

Eitt sinn fyrir mörgum árum þegar verið var að ræða þetta á nautgriparæktarfundi hér í sveit sagði einn sveitungi minn að nauðsynlegt væri að vera með leikskóla fyrir kálfana til þess að fyrirbyggja svona vandamál.





Ég er fyrir löngu hættur að sleppa gripum í haga án þess að venja þá vel við að reka út og inn í fjósið áður. Þær kvígur sem settar voru á í vetur eru nú í tamningu. Það er óvenju stór hópur að þessu sinni en eins og  löngum hefur verið er misjaft hvað fæðist af kvígukálfum frá ári til árs. 






23.07.2013 11:35

Rigningasumar

Þetta sumar verður að teljast rigningasumar. Allavega það sem af er komið. Ég er nú eldri en það að ég kippi mér mikið upp við það enda búinn að lifa mörg rigningasumur. 

Nú í dag er varla hægt að væla mikið yfir því þó það komi einstöku sinnum rigningasumur. Hér áður fyrr var um umtalsvert tjón að ræða í svona sumrum. Þó afkoman í búrekstrinnum byggi enn á heygæðum er hægt með nútímatækni að ná þokkalegum heyjum í svona sumrum.

Það breytir því þó ekki að allt gengur bæði hægar og erfilegra en í þurrkatíð. Hér hafa tekið sig upp gamlar uppsprettur og dý í túnum sem hafa verið skraufaþurr undanfarin áraug. Það er betra að festa ekki heyvinnutækin í túnunum. emoticon   

Þetta  rigningasumar, eins mörg önnur hafa verið, er líka frekar kalt. Kosturinn við það er að grasið sprettur seinna úr sér þó heyskapur gangi hægar en æskilegt er. Ókosturinn er að að há sprettur ekki og óvíst hvað hægt verður að treysta á hana til heyskapar. Undanfarið hefur háarheyskapur verið stór hluti af heyforðanum hér í Flóanum.

Kornið sprettur líka seint og illa. Þó akranir hafi grænkað snemma í vor og kornið farið vel af stað er staðan núna að það er varla skriðið og komið langt fram í júlí. emoticon

Nú gæti maður kannski látið sér detta í hug að fyrst að rignir alltaf og ekki hægt að vera í heyskap alla daga þá hafi maður meiri tíma til þess t.d. að riða út og gera annað skemmtilegt. Það er nú samt ekki allveg þannig, Í rigningatíð taka öll verk meiri tíma og minni tími fer þá í annað.

Ég fór samt í góðan útreiðartúr í gær. Fjölskyldan í Lyngholti ásamt fjölskyldunum í Skyggnisholti og Hurðarbaki lögðu upp í hestaferð upp í Hrunamannahrepp í gær. Ég fylgdi þeim af stað héðan úr Flóanum í gær og riðum við upp að Hrepphólum.


Áð við bæinn Hnaus í Flóahrepppi


Helgi á Hurðarbaki kominn á bak og tilbúinn að ríða af stað


Ásta Björg gerir sig líklega til þess að taka hlaðsprettinn með aðstoð foreldra sinna 

Veður var mjög gott og sennilega besti dagur sumarsins fram að þessu. Þegar komið var yfir Stóru-Laxá bættust fleiri knapar í hóppinn. Ásta Björg í Lyngholti og Helgi á Hurðarbaki deildu hest og hnakk með feðrum sínum og riðu með síðasta spölinn heim að Hrepphólum.


12.07.2013 07:19

Fleiri barnabörn

Þessa fallegu mynd tók Kolbrún í gærmorgun stuttu eftir að litla stúlkan á myndinni fæddist. Hún er sjöunda barnabarn okkar og er fyrsta barn Erlu og Kristns.

 
Kristnn sendi mér SMS, fyrr um morguninn þegar ég var að byrja að mjólka, um að þau væru kominn upp á fæðingadeild. Kolbrún, sem var á leiðinni til Reykjavíkur stuttu seinna, ákvað að líta við hjá þeim áður en hún færi suður. Þá var sú lítla bara kominn í heiminn.

Það fylgir því eintóm hamingja að eignast fleri barnabörn. Ég hef trú á að að við eigum eftir að brasa eitthvað saman eins og ég hef haft tækifæri til að gera með öllum mínum barnabörnum. emoticon



10.07.2013 07:24

Starfsíþróttir

Á Landsmótum UMFÍ er keppt í starfsíþróttum. og finnst mér það ein af allra skemmtilegri íþróttagreinum. Á Landsmótinu á Selfossi um síðustu helgi var keppt í 8 greinum starfsíþrótta þ.e. dráttarvélaakstri, gróðursetningu, hestadómum, jurtagreiningu, lagt á borð, pönnukökubakstri, stafsetningu og starfshlaupi

Í fjölmennu liði HSK í starfsíþróttum voru m.a. Kolbrún í Kolsholti, Sigmar í Jaðarkoti og Jón í Lyngholti. Kolbrún keppti í jurtagreiningu og varð í 7 sæti. Þeir félagar og mágar Sigmar og Jón kepptu hinsvegar í dráttarvélaakstri og komust báðir á verðlaunapall. Jón sigraði keppnina og Sigmar varð í þriðja sæti. emoticon

Það var misjaft hvað héraðsamböndin virtust leggja mikla vinnu og áherslu að senda lið í starfsíþróttakeppnina á Landsmótið. Ég vil hvetja ungmennafélögin í landinu til þess að sinna þessari aldargömlu hefð. Ég held að það geti aldrei verið annað en skemmtilegt. emoticon

06.07.2013 07:33

Fuglsö 1976

Sumarið 1976 var ég bæði ungur og efnilegur. Ég hafði tekið þátt í frjálsíþróttaæfngum með hópi unglinga á svæði HSK veturinn áður. Í byrjun júni var svo haldið til Danmerkur í æfingabúðir. Umsjón með þessum æfingum og þjálfari í æfingabúðunum var danski þjálfarinn Ole Schöler. 

Þessar æfingabúðir voru í Fuglsö á Jótlandi. Þátttakendur voru flestir af HSK svæðinu eða 26 en til viðbótar voru 7 frá HSÞ, 1 frá HSH, 1 frá KA og 1 frá ÍR..

Við dvöldum, að mig minnir, í þrjár vikur í Fuglsö við æfingar og keppni. Í lok ferðarinnar var svo haldið á danska Landsmótið sem haldið var í Esbjerg dagana 25, 26, 27  júní. þetta sumar.

Þessi ferð var bæðri skemmtileg og eftirminnanleg þeim sem í henni voru. Þær Áslaug Ívarsdóttir og Aðalbjörg Hafsteinsdóttir sem báður voru með á sínum tíma höfðu forgöngu um að kalla þennan hóp saman. Það var vel við hæfi að hittast nú á Selfossi í tengslum við Landsmót UMFÍ sem þar sendur nú yfir.

Góð mæting var. Meira að segja mætti Ole þjálfarinn okkar frá Danmöku. Það var skemmtilegt að hitta þetta fólk aftur og rifja upp gömul kynni. Suma hafði maður ekki séð í 37 ár. emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127068
Samtals gestir: 22947
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:40:00
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar