Í Flóanum

Færslur: 2019 Maí

15.05.2019 00:22

Páll Eiríksson og Guðbjörg þorkelsdóttir

Páll Eiríksson var fæddur 1782 í Garði í Aðaldal S-Þing. Foreldrar hans voru Eiríkur Pálsson (nefndur Drykkju-Eríkur) og Ingibjörg Snorradóttir sem bæði voru Þingeyingar.  Eiríkur var fæddur í Bárðadal en Ingibjörg í Reykjadal. Þau voru mest af sinni æfi í vinnumennsku en virðast um stund hafa verið bændur í Aðaldal.

 

Þegar Páll er komin undir tvítugt er hann vinnumaður í Eyjafirði. Síðan kvænist hann Guðbjörgu Þorkelsdóttur,sem var fædd 1788 í Draflastaðasókn S-Þing og þau hefja búskap í Efstalandskoti í Öxnadal. Árið 1822 flytja þau á Hraunshöfða í sömu sveit og búa þar í ein 10 ár. Það orð fór af þeim báðum hjónum að þau væru skarpgáfuð. Eiríkur var sagður verkmaður góður og Guðbjörg  valmenni en alla tíð voru þau bláfátæk.

 

Páll var hestamaður mikill og gekk undir nafninu Reiðhesta-Páll. Einnig eru sögur um að hann hafi verið nokkuð ölkær og laus við líkt og faðir hans mun hafa verið.

 

Á sama tíma og Páll og Guðbjörg búa á Hraunshöfða býr í Þverbrekku í Öxnadal Sigurður Sigurðsson. Sigurður var stórættaður, sonur séra Sigurðar Sigurðssonar prests á Bægisá.  Séra Sigurður var vellátinn í sóknum sínum en nokkuð margbreytilegur í háttum. Sigurður sonur hans í Þverbrekku var dagsfarsgóður en bráðlyndur og sást hann lítið fyrir ef hann reiddist og ofsamenni við vín.


 Öxnadalur; Hraunshöfði er þarna efst á mynd (nyrðst) og Þverbrekka neðst (syðst)


Hraunshöfði var engin kostajörð. Þar var skriðuhætta talsverð og margar heimildir í gegnum aldirnar um tjón af völdum aurskriðna. Þverbrekka var aftur á móti talin kostajörð. Báðar þessar jarðir eru reyndar í dag komnar í eyði.

 

Samkvæmt "Íslendingabók" þá eignuðust Páll og Guðbjörg í Hraunshöfða alls 6 börn. Tvö þeirra dóu á fyrsta ári og um önnur tvö veit ég ekkert um. En  þegar þau eru á Hraunshöfða eru tveir synir þeirra þar með þeim. Sá eldri hét Þorkell fæddur 1812 og sá yngri Páll fæddur 1818

 

Sumarið 1828 fær Sigurður í Þverbrekku syni hjónanna á Hraunshöfða léða sem smala. Áttu þeir m.a. að sitja yfir kvíaám á nóttinni. Áttu þeir að skiptast á sína vikuna hver. Sigurði í Þverbrekku hafði illa haldist á smölum og leist Guðbjörgu illa á þetta. Sagt var líka að Þorkatli hafi líkað þetta mjög illa og beðið móður sína að taka sig úr vistinni en sökum fátæktar þeirra Hraunshöfðahjóna var því ekki við komið.

 

Svo var það eitt sunnudagskvöld að Þorkell var að bíða eftir því að bróðir sinn leysi sig af í hjásetunni. En ekki kemur Páll og verður hann þá mjög vonsvikinn og ósáttur við hlutskipti sitt.  Hann gleymir sér í hjásetunni og missir féð í nes þar sem átti að friða fyrir beit og nota til heyskapar.

 

Nokkru eftir háttamál kemur vinnumaður sem var í Þverbrekku heim. Hann hét Stefán Jónsson, kallaður Stefán sveri. Stefán þessi var óreglumaður og þótti heldur spillandi á heimili með víni. Hann hafði verið á bæjarrangli í Öxnadalum og var drukkin þegar hann kom heim og vekur fólkið á bænum. Hann hefur strax orð á því að ekki sé smalinn að standa sig. Féð sé allt komið niður í Þverbrekkunesið í besta engið.

 

Í fyrstu ætlaði Sigurður ekkert að gera í málinu og tók heldur til varnar fyrir piltinn. Valgerður kona Sigurðar skammast þá út í þessi viðbrögð hjá bónda sínum. Hafði hún um það mörg orð. Taldi hann allt mæla eftir eftir strákfjandanum, þannig að besta engið bíst og verður ósláandi.

 

Þau Stefán ólu á þessu við Sigurð þangað til hann reiddist og rauk af stað. Hann greip með sér sleðameið, gamlan og riðgaðan, sem lá þar upp við vegg og hljóp sem leið lá niður í Þverbrekkunes. Fljótlega sendir Valgerður svo Stefán vinnumann á eftir honum. Nokkru seinna koma þeir Sigurður og Stefán aftur heim og segja að Þorkell sé tíndur. Hann finnist hvergi hvernig sem þeir leita.

 

Morguninn eftir ríður Stefán sveri að Hraunshöfða til að segja frá hvarfi Þorkells. Páll ríður þegar af stað, og fær með sér fjölda manns, að Þverbrekku og leita þeir án árangu allan daginn. Sigurður er heima fámáll og tekur lítinn þátt í leitinni.   

 

Fljótlega fóru að berast sögusagnir af því að Sigurður ættu sök á hvarfi Þorkels. Þessar sögusagnir fóru lágt í byrjun og ekki varð gerð nein opinber rannsókn á þessu, Páll á Hraunshöfða skipulagðu margar og fjölmennar leitir. En þar sem drengurinn fannst aldrei hvorki lífs né liðinn varð ekkert úr neinum málareksri.

 

Hvarf Þorkells lagðist þungt á foreldra hans og yngri bróður. Páll Eríksson á Hraunshöfða gerði ítarlega tilraumir til þess að finna hann. Ekki var langt liðið frá þessum atburðum að altalað er að Sigurður hafi drepið Þorkel. En þrátt fyrir það var aldrei neitt í hendi til að ákæra Sigurð. Hann býr bara áfram á sinni jörð og er skipaður hrepppstjóri í dalnum eftir þetta.

 

Páll Pálsson yngri bróði Þorkels bar þungan hug til Sigurðar í Þverbrekku. Foreldrar hans átta sig á því þessir atburðir hafa ekki aðeins orðið þeim sjálfum áfall. Þetta nuni hafa haft djúptæð áhrif í yngri bróðurinn líka og óttast þau um hans geð.

 

Árið 1832 taka þau sig því upp og flytja burt úr héraðinu með son sinn Pál og fara austur á Hérað. Þau eru þar í vinnumennsku á bæjum í Vallarnessókn.  Þau eru m.a. í Sauðhaga, Hvammi og Ketilsstöðum.

 

Það er ekki fyrr en 16 árum frá hvarfi Þorkells að þetta mál kemst í þingbækur sýslunnar. Sigurður, sem allveg frá hvarfi Þorkels var grunaður af almannarómi um morð á piltinum, kærir til sýslumanns seinnipart vetrar árið 1844 íllmæli um sig og ber þá Egill Tómasson og Stefán Jónssson (svera) fyrir þeim  

 

Þá er Stefán sveri orðinn vinnumaður á Bakka hjá Agli Tómassyni. Egill á Bakka og Sigurður í Þverbrekku áttu í illdeilum. Egill fær Stefán til að segja frá hvað gerðist þarna í Þverbrekkunesi þessa örlagaríku nótt þegar Þorkell hverfur.

 

Stéfán lýsir þessu nokkuð nákvæmlega. Þegar Sigurður kom að Þorkatli ráfandi um féð missir hann alveg stjórn á skapi sínu og slær til piltsins með sleðameinum sem hann bar með sér. Höggið var mjög fast og hafði þær afleiðingar að drengurinn sem bar hönd fyrir höfuð sér bæði handleggsbrotnar og kjálkabrotnar.

 

Sagt er að við þetta bregði Sigurði nokkuð við og fer að sturma yfir piltinum. Kemur þá Stefán að þeim og segir að nær sé að vinna á drengnum að fullu því hér sé ekki hægt um að binda. Þeir vinna nú á honum og fela líkið í torfbunka sem þar var.

 

Þegar leitin að Þorkeli stóð sem hæðst marg fluttu þeir líkið til að það finnist ekki. Eru ýmsir staðir nefdir í því samhengi m.a. undir kirkjugólfinu á Bægisá en prestur þar var faðir Sigurðar í Þverbrekku. Einnig er sagt að einstaka leitarmenn hafi jagfnvel fundið líkið einhvers staðar falið en ekki haft skap til að segja til þess að ótta við stórættaðan bóndan á Þverbrekku.

 

Við þinghaldið leggur Egill fram skrifaða skýrslu um frásögn Stefáns af atburðarásinni þessa nótt. Stefán hafi að vísu verið fullur þegar hann sagði frá en með öllu ódrukkinn daginn eftir. Við yfirheyrslur hjá sýslumanni segir Stefán svo ekkert muna eftir þessu drykkjurausi sínu. Málinu líkur svo með réttarsátt þar sem Stefán biður Sigurð fyrigefningar á ölllu sínu slúðri sem hann í ölæði sínu hafi talað.

 

En þó Sigurði hafi tekist að hrekja þessar sögusagnir fyrir dómi þá breyttist ekki almannarómur í þessu máli. Um vorið 1844  eða nokkum mánuðum eftir þinghaldið flytur Sigurður burt úr Öxnadalnum.

 

Páll Eríksson og Guðbjörg Þorkelsdóttir eru í Vallarnessókn til dauðadags. Páll lést í ársbyrjun 1860 þá 78 ára gamall. Hann er þá að Höfða á Völllum. Guðbjörg er eftir það sögð tökukerling að Höfða og lést þar rúmum tveimur árun seinna þá 74 ára.

 

Sjálfur er ég afkomandi Páls Eríkssonar og Guðbjargar Þorkelsdóttur í fimmta lið.

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 130229
Samtals gestir: 23795
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 16:16:59
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar