Í Flóanum

Færslur: 2019 Apríl

29.04.2019 09:39

Afi minn

Ég er skírður eftir afa mínum sem hét fullu nafni Aðalsteinn Jóhann Eiríksson. Hann var fæddur árið 1901 en lést snemma árs 1990. Afi var mikill hugsjónamaður og allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af metnaði. Hans æfistarf var tengt skólamálum, sem kennari skólastjóri, mámsstjóri og fulltrúi í menntamálaráðuneyti. Hann var brautryðjandi í skóalmálum  á Íslandi og setti mark sitt á uppbyggingu skólamála hér á landi.


Hann var fæddur í Krossavík í Þistilfirði. Faðir hans var Páll Eiríkur Pálsson (f.1873 - d.1930) og móðir hans Kristín Jónsdóttir (f. 1869 - d, 1921). Þegar þau Eiríkur og Kristín giftast er hún ekkja með 4 börn. Þau byrja sinn búskap í Krossavík árið sem afi fæðist en 1905 flytja þau til Þórshafna.


Þegar afi er orðin 12 ára gamall eru heimilsaðstæður hjá foreldrum hans orðnar afar bágbornar.  Eíríkur sem m.a hafði stundað sjómennsku er orðin heilsulítinn og systkina hópurinn stór. Afi er þá tekinn í fóstur að Holti í Þistilfirði þar sem er hans heimili til fullorðinsára.


Um æfi og störf afa má lesa betur í eftirfarandi afmælisgrein  sem birtist um hann sjötugann:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256468&pageId=3571755&lang=is&q=Aðalsteinn


Ég kynntist afa mest eftir að hann er kominn á eftirlaun. Hann sat ekki auðum höndum þegar hann hætti að vinna. Hann breytti stórri lóð sinni í listigarð með umfangsmikilli trjárækt, Hann smíðaði mikið, bæði hús og húsbúnað. Hann var ólatur við að leggja fram vinnu sína þegar einhverir af afkomendum hans voru í framkvæmdum.


Afi kom hér oft austur í Kolsholt. Ekki veit ég hvenær hann eignaðist fyrst bíl en hann keyrði mikið. Hann átti marga bíla um æfina, en þeir entust ekki allir vel. Enda kannski ekki gerðir fyrir þann hraða sem afi fór oftast á malavegum þess tíma. Það var ekki fyrr en hann fékk sér Volvo Amason, árg. 1966 held ég, að hann komst á bíl sem entist honum eitthvað. Amasoninn notaði hann í yfir 20 ár.


Volvo Amason


Það var einhvern tímann á áttunda áratug síðustu aldar að klakastíflur mynduðust í Hróarsholtslæknum hér í Flóanum. Lækurinn fór upp og flæddi yfir vegi bæði við Vola og Bár. Talsvert vatn var á veginum og klakastykki. Skólabílinn komst ekki með börnin í sveitinni i skólann, mjólkurbíllin komst ekki til að sækja mjólkina og sveitin varð vegasambandslaus.


Þá gerist það undir hádegi að afi rennur í hlað í Kolsholti á Amasoninum. Við rekum öll upp stór augu og spyrjum hann hvort vegurinn hafi ekki verið ófær?. Nei ekki var hann afi var við það. Og við spyrjum hvaða leið hann hafi komið?.  Nú bara þessa venulegu leið sagði afi og skyldi ekki hverju sætti allar þessar spurninga.


Var ekki vatn á veginum við Vola?  Jú það var svolítið vatn þar og jakar en ég komst bara fram hjá þeim sagði afi og fannst ekki mikið til koma. Afa var gerð grein fyrir því að þetta hefði nú getað farið ver en hann svaraði bara:


"Ég fór nú varlega, ég hægði á alveg niðurí sextíu"


  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49695
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:22:05
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar