Í Flóanum

Færslur: 2017 Nóvember

20.11.2017 21:56

Rangur misskilningur

Ég er sennilega gjarn á að misskilja hlutina og hef ég áður bent á það hér á þessari síðu. Sérstaklega er mér hætt við að misskilja pólitíska umræður og stjórnmálamenn allmennt. Þó ég sé ekki mikið pólitískur hef ég áhuga á umræðum og rökræðum um ýmis mál er varaðar þjóðarhag. Enda er slík umræða alger forsenda fyrir lýðræðinu í landinu og sjálfstæði þjóðarinnar. emoticon

Ég t.d. stóð í þeirri meiningu að öll sú umræða er átt hefur sér stað í áraraðir um eflingi verk- og iðnmáms í landinu þýddi ekki bara það að auka þurfi framboð af slíku námi. Það hlyti líka að hanga á spítunni eitthvað um að fólk hefðu eitthvað bitastætt út úr því að stunda slíkt nám.

Það hafa ófáar skýrslur verið gerðar um nauðsyn þesss og efla og strykja slíkt nám. Síðast liðinn vetur benti Ríkisendurskoðun á að nemendum fækkar ár frá ári í þessum greinum. Atvinnulífið vantar samt starfsfólk með slíka menntun og kunnáttu.

Mér finnst augljóst að tilgangslaust er að auka framboð af slíku námi ef nemendur leita ekki í það. En hvers vegna velja sífellt fleiri að sniðganga sílkt nám?

Mér hefur reyndar fundist lengi lítil virðing borin fyrir verk- og iðnmámi í þjóðfélaginu og með fullri virðingu fyrir öllu háskólanámi þá er rík tilhneiging að snobbað fyrir því. Stundum finnst mér stjórnvöld og ýmsar opinberar stofnanir fara þar í fylkignarbrjósti.

Í fyrra var lögum um útlendinga breytt á Alþingi. Þá gerði Alþingi m.a. þær breytingar á lögum um útlendinga að einungis mán á háskólastigi veitti rétt til dvalarleyfi hér á landi. Allt annað nám s.s allt iðnmám dugði ekki lengur til þess að fá dvalarleyfi. Nemi sem hér hefur stundað nám og unnið baki brotnu við það að afla sér réttinda undanfarin ár er nú allt í einu gert að hætta og drífa sig úr landi. Ef umræddur nemi hefði hins vegar verið í einhverskonar háskólanámi, í hvaða námsgrein sem er, hefði ekkert mál verið að fá dvalarleyfið áfram.

Í nýlegum búvörusamningum var samið um það að taka hluta af stuðningi ríkisins við landbúnaðinn í að veita styrki til nýliðunnar í landbúnaði. Í samningum stendur aðeins að MAST (Matvælastofnun) sé falið að ráðstafa þeim fjármunum sem í þetta eiga að fara með það að markmiði að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti.

Í reglugerðinni sem Sjávar- og landbúnaðarráðuneytið gefur svo út um almennan stuðning í landbúnaði er MAST veitt heimild til að forgangsraða umsóknum um nýliðunnarstyrki með tillit til þrigga þátta þ.e. menntunnar umsækanda, jafnréttissjónarmiða og hversu stór eignarhluti nýliða er í búrekstri sem fjárfest er í.

Nú er sett upp puntakerfi til þess að vinna eftir við forgangsröðun umsókna. Varðandi menntun fær sá sem lokið hefur framhaldsnám í háskóla 10 punta, sá sem lokið hefur Bs eða Ba prófi í háskóla fær 8 punta, búfræði próf 7 punta og annað nám sem nýtist í landbúnaði 3-7 punta. Síðan fá umsækendur einnig punta varðandi jafnréttissjónarmiða og eignarhluta í sínum rekstri. Sambýisfólk eða hjón teljast sem einn aðili. og teljast puntar hjá þeim aðila sem fleiri punta fær. Puntar teljast aldrei hjá báðum aðilum.

Samkvæmt frétt frá MAST í Bændablaðinu frá 2 nóv s.l. fengu alllar umsóknir sem fengu 18 punta eða fleira styrki. Þeir sem voru með færri punta fengu engan styrk þó þeir uppfylltu almenn skilyrði fyrir því að fá nýliðunnarstyrk.

Gefum okkur tilbúið dæmi um tvö hjón sem bæði eru að byrja búskap og sækja um nýliðunnarstyrk. Bæði eru með jafn stóran eignarhluta í sínum rekstri og bæði eru af gagnstræðu kyni, þannig að varðandi þesssi atriði standa þau jafnt að vígi. Hjá öðrum þessara hjóna er annar aðilinn með enga menntun en hinn aðilinn hefur lokið framhaldnámi frá virtum Háskóla í t.d. kynbótafræði sem klárlega nýtist í búrekstrinum. Þessi umsókn fær væntanlega 10 punta vegna menntunnar. Hjá hinum hjónunum er annar aðilinn með búvísindapróf frá Hvanneyri auk þess að hafa lokið námi í húsasmíði og hinn aðilinn er með búfræðipróf frá Hvanneyri ásamt meistara réttindum sem bifvélavirki og einnig í vélsmíði. Þessi umsókn fær 8 punta vegna menntunnar umsækanda.

Þarna getur svo skilið á milli þegar peningum er ráðstafað. Umsókn þeirra sem hafa einungis eitt sérhæft háskólapróf og enga aðra menntun gæti fengið fullan styrk en hin umsóknin engan. Hjá hvoru þessara hjóna sem eru að byrja búskap er saman komin meiri og betri menntun til þess að takast á við verkefnið? Þeim sem fékk styrkinn eða þeim sem engan styrk fá.?

Sjálfum finnst mér augljóst hjá hvoru meiri menntun er til að takast á við hefðbundin búskap. Mér finnst reyndar varla hægt með skýrari hætti að drulla yfir allt verk- og iðnám ef opinberu fé er útdeilt með þessum hætti. Eru forystumenn bændasamtakanna sáttir við þessa aðferð? Nú vil ég taka fram að ég er alls ekki á móti því að fólk með sérhæfða háskólamenntun stundi búskap eða fái styk til þess. Það getur vissulega verið fengur að því fyrir bæði bændastéttina og þjóðfélagið allt og vissulega er það ágætt að reyna að stuðla að aukinni menntun meðal bænda. En það á þá ekki að gera með úreldum hugsanagangi hvað menntun er.
  • 1
Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49837
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:46:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar