Í Flóanum

Færslur: 2014 Ágúst

28.08.2014 22:17

Gamla húsið í austurbænum í Kolsholti

Við Kolbrún höfum nú keypt gamla húsið hérna, en eins og fram hefur komið hér, ( Flutningur () ) þá hefur mamma keypt sér íbúð á Selfossi og er fluttt þangað.Ekki er nú hugmyndin hjá okkur að flytja þangað enda eigum við ágætt hús hér á jörðinni til að búa í. Við reiknum með að leiga það út og eru fyrstu leigendurnir þegar fluttir inn. 

Það eru Erla, Kristinn og Steinunn Lilja ( Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012 ) sem nú búa í gamla bænum. Það er frábært að hafa þau hér búsett. 

Kannski var það líka þess vegna sem við keyptum bæinn. Til þess að geta valið okkur nágranna. emoticon

17.08.2014 07:26

Starfsíþróttir

Héraðsmót HSK í starfsíþróttum var haldið í gær í Aratungu. Keppt var í tveimur greinum þ.e. plöntugreiningu og fuglagreiningu.

Keppni í starfsíþróttum hefur lengi fylgt ungmennafélagshreyfingunni. Á landsmótum UMFÍ er ávalt keppt í starfsíþrótttum og finnst mér það skemmtilegur siður. Starfsíþróttir () Misjafnlega er þó hvað Héraðssamböndin leggja mikla áherslu á að senda lið og í undurbúning þess fyrir Landsmótin.

HSK hefur jafnan lagt metnað í þetta og hefur um langt árabil staðið fyrir keppni í starfsíþróttum hér á svæðinu. Fyrst þegar ég man eftir var það nú aðalega á Landsmótsári sem unnið var í þessu en þegar ég kom í stjórn HSK árið 1990 var það fastur liður á Íþróttahátíð HSK ár hvert að keppa í nokkrum greinum starfsíþrótta. 

Það var svo þegar sett var heilstæð reglugerð (árið 1993) um Héraðsmót HSK í öllum íþróttagreinum sem keppt er í svæðinu að ákveðið var hafa starfsíþróttir þar með. Síðan held ég að haldið hafi verið Héraðsmót HSK í starfsíþróttum á hverju ári.

Umf Vaka hefur ávalt sýnt starfsíþróttum áhuga og margoft unnið stigakeppni aðildarfélaga HSK á þessum mótum.

Kolbrún tók þátt í mótinu í Aratungu í gær fyrir Umf. Vöku og henni gekk bara vel. Hún varð í 2 til 3 sæti í plöntugreiningunni og í 4. sæti í fuglagreiningunni. Umf. Vaka varð í öðru sæti í stigakepninni en Íþróttafélagið Suðri sigraði. emoticon                              

06.08.2014 22:58

Meira viðhald

Það var fyrir þrjátíu árum sem við feðgar ( ég og Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) ()) stóðum í því frá morgni til kvölds alla daga að smíða milligerðir og aðrar innréttingar í þá nýbyggt fjósið. Meðal annars smíðuðum við innréttingarnar í mjaltabásinn. 

Við höfðum nú ekki miklar teikningar að fara eftir. Við fórum reyndar í nokkur fjós hér á svæðinu og skoðuðum og tókum mál. Einnig höfðum við munnlegar leiðbeiningar frá honum Pétri sem setti svo upp mjaltakerfið í fjósið. Að öðru leiti var verkið hannað um leið og það var smíðað.

Efnið var mest megnis galvaneseruð vatnsrör og verkfærin voru aðallega rörskerinn, beygutjakkur og rafsuðutransinn. Sjálfur sauð ég allar suður og á þessu tíma var ég með rafsuðuhjálminn nánast allan sólahringinn á hausnum.

Þessi mjaltbás hefur síðan verið í notkunn hér á bæ og dugan vel. Nú er hinsvegar komið að endur nýjun en það er næsta verkefni hér í endurbótum og viðhaldi í fjósinu. Nú höfum við útbúið bráðabirða mjaltaaðstöðu inn á legubásum með rörmjaltakerfisstubb og fengið leigt ferðamjólkurhús. Meiningin er að nota tækifærið og endurnýja einnig gólfefni í mjólkurhúsinu. Mjaltabásinn var svo rifinn nú í kvöld og hent úr í gám.Nú er bara að smíða nýtt. emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49800
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:25:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar