Í Flóanum

Færslur: 2011 Desember

30.12.2011 07:05

Snjór

Þessi desember mánuður sem nú er að verða búinn hefur snjórinn verið nokkuð áberandi hér í Flóanum. Nú er það svo að mörgum finnst þetta nauðsynlegur hluti af jólaskrautinu og hef ég heyrt fólk lýsa því yfir að jólinn séu nánast ómöguleg ef ekki er snjór yfir öllu. Ég er nú alls ekki þeirra skoðunnar og hef ég upplifað mörg góð jól þrátt fyrir auða jörð. emoticon

Það er aftur á móti alveg rétt að það er bjartara yfir í svartasta skammdeginu þegar jörð er alhvít og kann ég því ágætlega. Snjór yfir öllu varnar einnig því að jarðklaki verði mikill og getur það flítt fyrir vorinu. Það er bara gallin við snjónn að hann sjaldann til friðs. Það ýmist bætir í snjóinn eða hann blotnar upp og svo frís aftur. Hann skefur sífellt í skafla og færð spillist aftur og aftur.

Það er ekki algengt að svona langann snjóakafla geri svona snemma vetrara hér í Flóanum. Nú er staðan þannig að það er snjókoma. Víða er svell undir og þar ofan á talverður snjór. Þetta eru einmitt þær aðstæður sem geta, þegar þær myndast þetta snemma vetrar, orsakað kal í túnum næsta vor.
 
Það er samt ekki ástæða til að fullyrða að svo verði. Ef snjó og klaka tekur allveg upp einhvern tímann næstu mánuðina verður ekkert kal. Undanfarinn ár hefur einmitt vorað oft á hverjum vetri. Það gæti hjálpað til núna að enginn jarðklaki var kominn þegar snjóaði fyrst og jörð er nánast ófrosin undir svellinu. 

Svona snjóakaflar kalla á mikinn snjómokstur á vegum. Eftir því sem kafinn er lengri verður alltaf seinlegra og erfiðara að moka. Kostnaður er mikill sem lendir að stórum hluta á sveitarsjóði. Það væri áhugaverðara að nýta skattpeninga íbúanna í önnur verkefni en moka vatni. emoticon   

Þó víða sé mikið gras í Flóanum er nú víðast hvar farið að gefa hrossum úti fulla gjöf. Það er óvenju snemt og því ljóst að það þarf mikið hey þennan veturinn. Það er mikið til af hrossum í Flóanum.Ég er að gefa folandsmerunum ásamt honum Eld gamla hér sérstaklega fyrir norðan tún. Kaldi framtíðar reiðhestur hennar Kolbrúnar horfir hér út úr myndinni. 

25.12.2011 19:51

Gleðileg jól

Nú að kvöldi jóladags sendi ég ykkur öllum bestu jólakveðjur. Ég vona að þið öll hafið fundið hinn sanna jólaanda og notið þess hvert á sinn hátt. Sjálfur hef ég átt góðar stundir hér með mínu fólki.Þrátt fyrir talsverða rigningu í gærdag er hér snjór yfir öllu. Það snjóaði töluvert seinniparinn í nótt og í morgunn. Færi er afleitt þar sem svell er víða undir nýföllnum snjónum.

Það er því um að gera að stíga varlega til jarðar ef maður ætlar að hafa fullt vald á ferðum sínum. Það er bót í máli að það hallar hér nokkuð frá húsinu þannig að ég ætti allavegana að komast í fjósið. Það verður svo að ráðst hvernig og hvort ég kemst inn aftur...emoticon

22.12.2011 07:17

Vetrarsólstöður

Vetrarsólstöður munu hafa verið núna rétt áðan og í dag er styðsti sólargangur á þessum vetri. Nú tekur daginn að lengja aftur og finnst mér full ástæða til þess að fagna því. emoticon

Hefðbundinn verkefni á þesssum árstíma hjá sveitarstjórn er að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Síðasti fundur sveitarstjórnar á þessu ári var í gær. Fundurinn var frekar stuttur en helsta verkefnið var að taka seinni umræðu um fjárhagsáætlunina og afgreiða hana. Vegna þess hve veðurútlit var slæmt  og mikil hálka á vegum í Flóanum var fundinum flýtt um 4 tíma. Hann byrjaði kl. 16:00 en ekki kl 20:00 eins og ráðgert var.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir rúmlega 11 milljóna afgangi af rekstri á næsta ári. Fyrirhugaðar eru fjárfestingar fyrir rúmlega 30 milljónir sem er fyrst og fremst vegna húsnæðis  fyrir leikskólann.

Þegar ég kom heim af  fundinum var eldhúsið fullt af mannskap sem stóð í því að skera út laufabrauð. Hérna komu öll mín börn og tengdabörn og barnabörn og tóku þátt í verkefninu.  Þegar búið var að  steikja laufabrauðið skellti  Kristinn sér einnig í það að hnoða deig  í svo kallaða "parta" sem voru umsvifalaust einnig steiktir.  Partar eru eitthvað sem Kristinn þekkir úr Mýrdalnum og/eða Skaftártungunum. Þeir eru mjög góðir með hangikjötinu  (heimareyktu) og smjöri.  

Nú fer að styttast í jól.

14.12.2011 07:12

Að vera nógu þroskaður fyrir bragðið

Sennilega hef ég klúðrað stæðsta tækifæri lífs míns til þess að hljóta fræð og frama í kvikmyndabransanum. Fyrir nokkrum vikum var nefnilega hringt í mig og mér boðið hlutverk í leikinni sjónvarpsauglýsingu. Ég gat ekki með nokkru móti þegið þetta hlutverk þar sem ég var upptekinn við að sinna málefnum sveitarfélagins á sama tíma og upptakan var gerð.

Nú sit ég með sárt ennið og horfi upp á kollega mína sem gripu tækifærið baða sig í sviðsljósinu og kynna með stolti Óðalsosta fyrir Mjókursamsöluna í hverjum fjölmiðlinum og eftir öðrum.Það er bót í máli að ég hef aldrei haft löngun til þess að hasla mér völl á þessum vettvangi og læt mér því í léttu rúmi liggja að hafa misst af þessu einstaka tækifæri.10.12.2011 07:32

Hrafnkell Hilmar

Hann sonarsonur minn Hrafnkell Hilmar Sigmarsson í Jaðarkoti varð eins árs í gær. Í tilefni þess er áformað að halda daginn hátíðlegan í dag. Okkur er boðið í afmæliskaffi í Jaðarkot.Þessi mynd var tekin af þeim feðgum í Jaðarkoti þegar þeir litu hér við um daginn. Það gera þeir gjarnan þegar tækifæri gefst í dagsins önn. Þó Hrafnkell sé yngstur af þvi fjölmenna liði sem hér er að störfum er hann ekki síður áhugasamur um verkefnin sem verið er að fást við hverju sinni en aðrir.  

08.12.2011 07:22

Bændafundir

Það verður að mínu áliti ekki sagt um bændur að þeir séu góðir í því að byggja upp einfalt og skilvirkt félagskerfi til að standa vörð um hagsmuni sína. Ég hef stundum fengið það á tilfinninguna að þar hafi metnaður um félagslegan frama einstakra manna haft meiri áhrif en almenn félagsvitund og jafnræði félagsmanna. 

Það er sem betur fer til hópur fólks í sífellt fámennari bændastétt sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum í hagsmunagæslu fyrir bændur. Allt þetta fólk vinnur af fullum heilindum og áhuga fyrir verkefninu. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort ekki megi nýta það fjármagn betur sem fer í rekstur á flóknu félagskerfi. Einnig finnst mér umhugsunarvert hvernig þeir sem eru í forsvari fyrir bændur sækja umboð sitt og hvernig tenging þeirra er við hin almenna bónda. 

Bændasamtök Ísland halda núna þessa dagana almenna bændafundi um landið. Á þriðjudagkvöldið mætti ég á slíkann fund í Þingborg. Þetta var nú frekar fámennur fundur og af þeim sökum ekki uppörfandi fyrir stjórn BÍ. Ég hef sótt fleiri bændafundi í haust um hin ýmsu málefni og á vegum ýmissa félagssamtaka bænda. Aðsókn á þessa fundi hefur verið með ýmsum hætti en sá fundur sem var fjölmennastur var hrútafundur Búnaðsamband Suðurlands. emoticon

Spurning hvort það er áhyggjuefni ef bændur eingöngu hafa áhuga á að ræða um og hlusta á umræður um hrúta en láta sig engu skipta hvernig hagsmunum þeirra er ráðstafað að öðru leiti. Ég tek það fram að ég hef mjög gaman að því að ræða um hrúta og vona að bændur haldi því sem lengst áfram. 

Haraldur Benediktsson formaður bændasamtakanna var aðal framsögumaður á fundinum á þriðjudagkvöldið. Það eru mörg mál sem brenna á bændasamtökunum og þar er verið að vinna ágætlega í mörgum málum. Tíminn verður svo leiða í ljós hver ávinningur af þeirri vinnu er.
 
 
  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49695
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:22:05
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar