Í Flóanum

Færslur: 2010 Desember

26.12.2010 22:34

Ásta Björg og Hrafnkell Hilmar

Hér var bæði fjölmennt og góðmennt í dag. Hér komu saman nánustu ættingar yngstu barnabarnanna okkar. Alls voru hér saman komin tæplega fimmtíu manns.

Börnin voru skírð. Þau heita nú orðið Ásta Björg Jónsdóttir og Hrafnkell Hilmar Sigmarsson. Það var sr. Sveinn Valgeirsson sem skírði.

Myndir frá deginum eru í myndaalbúmi

26.12.2010 07:52

jól

Þeim sem finnst jólalegra að hafa snjó á jörð um jólin varð að ósk sinni. Í gær var hér alhvít jörð. Nú er suðaustan átt og rigning og allur snjór horfinn. Það kemur nú ekki í veg fyrir það enn eru jól.

Það báru tvær kýr í fjósinu hér á jóladagsmorgun og sú þriðja bar nú í nótt. Allt voru þetta stórir og stæðilegir kálfar. Ekki hefur komið nýr kálfur hér í þrjár vikur svo það var nú orðið alveg tímabært. Alls höfum við nú fengið 25 lifandi kálfa í haust. Af því eru 12 kvígur og er ég mjög sáttur við það. 

Á þorláksmessu fórum við Jón tengdasonur út í haga og sóttum hluta af reiðhestunum. Nú er hér átta hestar á húsi. Það er alltaf gaman að gegna í hesthúsinu og nú er farið að velta fyrir sér hvort ekki eigi að að fara að járna fljótlega. emoticon

Í dag stendur mikið til. Tvö yngstu barnabörnin okkar Kolbrúnar verða skírð hér í stofunni. Von er á fjölda gesta. Bíða menn spenntir að heyra hvað börin eiga að heita. Það er ekki hægt að hugsa sér áhugaverðara verkefni en að standa að svona fagnaði um jólin.

Gleðilega jólarest.  

24.12.2010 07:19

Jólakveðja

Ég óska öllum gleðilegra jóla. Ég vænti þess að þið öll finnið hinn sanna jólaanda um hátíðirnar og njótið þess að vera með þeim sem ykkur stendur næst.


Sonardóttir mín hún Aldís Tanja í Jaðarkoti á jólunum í fyrra

Talað er um að Jólin séu hátíð barnanna. Þau eru þá ekki síður hátíð tengdabarnanna og barnabarnanna. Ég ætla allavega að líta svo á og mun haga mér í samræmi við það.22.12.2010 07:26

Vetrarsólstöður

Í dag tekur daginn aftur að lengja. Mér finnst það mun áhugaverðara ástand en það sem boðið hefur verið upp á undanfarið. Það er engan veginn upplífgandi veruleiki þegar sólinn sífellt drattast seinna á lappir og sekkur svo í Atlandshafið örfáum tímum seinna.Nú er það ekki svo að ég hafi verið farinn neitt að örvænta. Allt frá því að ég man eftir mér hefur þetta verið árviss viðburður. Ég er löngu farinn að treysta því að áður en sólin hættir alveg að koma upp þá tekur daginn aftur að lengja á þessum árstíma. Hann lengist svo smátt og smátt. Örlítið í fyrstu en síðan jafnt og þétt allt fram að því að bjart er orðið allan sólarhringinn.

Hrútastofn landsins er í önnum þessa dagana. Það á einnig við um hrútana hér á bæ en nú eru þeir í óða önn að leggja drög að sauðburði næsta vors. Í ár var sú stefna tekinn hér að sleppa öllum sæðingum og treysta hrútunum allveg fyrir verkefninu.

Hér hefur talsvert verið treyst á sæðingar til kynbóta í áratugi. Fárstofnin er samt það lítill að það hefur komið betur út að sæða annað eða þriðja hvert ár. Reyna þá að sæða nokkuð stórann hluta stofnsins og hafa þá úr einhverju að velja til lífs.

Í fyrra voru sæðingar notaðar og í haust voru sett á bæði gimbrar og hrútar undan sæðingahrútum. Lambhrútarnir hafa undanfarna dag verið að spreyta sig og það gengið ágætlega. Nú er hinsvegar veturgamli hrúturinn að mestu tekinn við.Sá veturgamli er morbotnóttur og heitir Seifur. Hann er undan Laxa frá Laxárdal í Þistilfirði. Laxi var keyptur hingað lamb haustið 2007 að noðan. Sennilega hefur enginn einstaki hrútur haft meiri áhrif hér í ræktuninni en hann. Hann sjálfur er nú fallinn en töluvert er orðið til undan honum.    

17.12.2010 20:40

Skólaskrifstofan

Sveitarfélagið Árborg hefur kynnt fyrir samstarfsaðilum sínum áform sín um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Forsvarsmenn Árborgar fullyrða að með því náist umtalsverð hagræðing fyrir þá.

Sveitarstjórn Árborgar glímir við mjög erfiðan rekstur m.a. vegna mikilla skulda sem á sveitarfélaginu hvílir. Víða er nú skorið niður í rekstri sveitarfélagsins og skipulagsbreytingar eru boðaðar.

Sveitarstjórnin í Árborg hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þá þjónustu sem þeir fá frá skólaskrifstofunni geti þeir leyst með ódýrari hætti og hafa því virðað þá hugmynd að hætta þátttöku í rekstri hennar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þeir reikna þetta út. Skiptar skoðanir eru um það hvort allt sé tekið með í þann reikning.

Ef af áformum þessum verður þíðir það verulegar breytingar á rekstri skólaskrifstofunnar og í raun getur það haft áhrif á allt samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi. Því er nauðsynlegt bæði fyrir Árborg og öll hin sveitarfélögin að skoða dæmið vel og gera sér fulla grein fyrir því hvaða áhrif þetta mun hafa

Ég er þeirra skoðunnar að skólaskrifstofan sé nokkuð vel rekin. Ég dreg í efa að það geti verið hagkvæmara fyrir sveitarfélögin að leysa verkefnin sem hún er að sinna með einhverjum öðrum hætti en að standa saman.

Það er með stofnanir eins og skólaskrifstofuna að það er kannski ekki alltaf keppikefli að nota hana frá ári til árs sem allra mest. Hinsvegar er nauðsynlegt fyrir alla sem standa í reksri skóla og/eða leikskóla að geta ávalt tekist á við þau verkefni sem upp koma. Verkefnin geta verið misjöfn milli ára og í öllum skólum koma upp æði krefjandi verkefni.

Það er með samstarf sveitarfélaga eins og annað samstarf að allir aðilar samstarfsins þurfa að sjá hag sinn í samstarfinu. Ef Árborg getur ekki komið auga á sinn hag í því að viðhalda þessu samstarfi  við flest önnur sveitarfélög á Suðurlandi er ljóst að upp úr samstarfinu hlítur að rakna.

10.12.2010 16:45

6. barnabarnið

Maður hefur varla við að telja barnabörnin núna þessa dagana. Í gærkvöldi fæddist þeim Söndru og Sigmari í Jaðarkoti strákur. Hann er 6. barnabarnið okkar Kolbrúnar.Það vita það aðeins þeir sem reynt hafa að þegar maður er orðin afi og það sexfaldur afi eins og ég þá finnst manni maður fyrst hafa þroskast eitthvað. Framundan eru líka bæði áhugaverðir og skemmtilegir tímar. Það er ekkert sem mun jafnast á við það að fylgjast með þessum hóp vaxa og dafna.  Ég hlakka bara til 

04.12.2010 07:33

Fjárhagsáætlun 2011

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps á miðvikudaginn s.l. var lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Tillagan gerið ekki ráð breytingum á álagningu gjalda hjá íbúum sveitarfélagsins. Áætlaður hagnaður er  tæpar 13 milljónir

Tekjusamdrætti er mætt með aðhaldsemi í rekstri. Á næsta ári er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum stórframkvæmdum hjá sveitarfélaginu og öllum viðhaldsverkefnum er haldið í lágmarki. Þær framkvæmdir sem hafa verið í gangi verður lokið á næsta ári. Þar á ég við skólabygginguna sem nánast er nú þegar búin og vatnsveituframkvæmdirnar.


Það er ekki sjálfgefið að hægt sé að reka sveitarfélagið á næsta ári með óbreyttum álögum og óskertri þjónustu eins og fjárhagsáætlum gerir ráð fyrir. Þar skiptir miklu máli rekstur þess hefur jafnan verið í góðu jafnvægi og sveitarfélagið er lítið skuldsett.

  • 1
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49723
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:43:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar