Í Flóanum

Færslur: 2015 Febrúar

15.02.2015 16:01

Mynd

Þegar ég skrifaði síðustu færslu, hér á síðunni um daginn, mundi ég eftir mynd sem tekinn var (að mig mynnir) á fyrsta starfsári leikskóans í kjallaranum í Villingaholtsskóla. Þá reyndar fann ég hana ekki þrátt fyrir leit, Svo eins og stundum vill vera kom hún allt í einu upp í hendurnar á mér núna áðan þegar allri leit er löngu hætt.Á myndinni eru standandi frá vinstri: Magnús Halldór Pálssson Syðri-Gróf, Benedikt Hans Kristjánsssson Ferjunesi, Stefán Ólafsson Hurðarbaki, Kristín Birna Jónasdóttir austurbænum á  Egilsstöðum, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir veturbænum á Egilsstöðum. Sitjandi frá vinstri: Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir Vatnsholti, Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir austurbænum í Kolsholti (nú í Lyngholti), Bríet Guðjónsdóttir Skyggnisholti, Rúnar Magnússon Súluholti, Halla Eríksdóttir Skúfslæk og Kristín Þóra Albertsdóttir Sandbakka. 

06.02.2015 21:05

Leikskólinn Krakkaborg

Fyrir 33 árum tóku nokkrir foreldrar í gamla Villingaholtshreppnum sig til og stofnuðu leikskóla. Markmiðið var fyrst og fremst að veita börnum sínum, sem ekki voru komin á grunnskólaaldur, meiri félagsleg tækifæri. Leikskólinn var í fyrstu starfræktur tvisvar í viku í nokkra klukkkutíma í senn ef ég man rétt.

Óskað var eftir því við sveitarfélagið að það léti leikskólum í té húsnæði og fékk hann inni í herbergi í kjallaranum í gamla Villingaholtsskóla. Hugsanlega styrkti Villingaholtshreppur starfsemina eitthvað meira t.d. með kaupum á húsgögum og leikföngum en leikskólinn var fyrst og fremst rekinn af foreldrum fyrstu árin.

Þessi leikskóli starfaði á Villingaholtinu í 14 ár eða til ársins 1996. Þá taka Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur upp samstarf um rekstur leikskóla og flytst starfsemin þá í félagsheimilið Þingborg. 

Árið 2004 kemur svo Gaulverjabæjarhreppur einnig inn í reksturinn en  þá flytst starfseminn í skólahúsnæðið í Þingborg. Flóahreppur hefur svo verið rekstraraðili skólans frá 2006 þegar hann verður til við sameinigu þessara sveitarfélaga.

Allt frá upphafi höfum við hér á bæ tengst þessari starfsemi á einhvern hátt. Okkar fyrsta barn (hún Hallfríður) var á leikskólaaldri þegar þessi starfsemi hófst og hóf hún þar sinn menntaveg. Það gerðu síðan  líka bæði yngri systkini hennar. Öll barnabörnin okkar sjö  hafa einnig hafið sína skólagöngu í þessum leikskóla og eru þrjú þau yngstu nemendur þar í dag 

Kolbrún hefur unnið við leikskólann með hléum lengi eða allt frá upphafsárum hans og er þar starfandi í afleysingum nú. Hallfríður hóf störf við leikskólann snemma árs 1999 og hefur starfað þar síðan. Fyrst með námi í Fjölbrautaskólanum og svo fjarnámi í Kennaraháskólum. Í dag er hún aðstoðarleikskólastjóri.

Í dag, á degi leikskólans, var því fagnað hér í sveit að leikskólinn hefur nú tekið til starfa í nýju og endurbættu húsnæði í Þingborg. Fjöldi fólks mætti á opið hús í leikskólanum. Fólk var í hátíðarskapi og ekki annað að sjá en mönnum hafi litist vel á þær framvæmdir sem unnar hafa verið við húsnæðið.

Ég vil óska okkur öllum íbúum Flóahrepps til hamingu með nýja leikskólann. Ég er sannfærður um að vel hafi tekist til. Aðstaðan er nú orðin með besta móti og ef við höldum áfram að leggja áherslu á metnaðarfullt leikskólastarf á það að geta orðið. Öll börn á leikskólaaldri í sveitarfélaginu eiga nú að geta fengið leikskólapláss í næstu framtíð.  emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49695
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:22:05
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar