Í Flóanum

Færslur: 2010 Júlí

31.07.2010 07:22

Stjórnsýslan og opinberar stofnanir

Sveitarfélögin eru hluti af stjórnvöldum í landinu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni. Lögbundin verkefni þeirra eru margvísleg og fjölbreytt.

Mikilvægt er að verkaskipting milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga séu skýr. Eitt af þeim markmiðum sem unnið er að með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga er einmitt að gera stjórnsýsluna einfaldari og þá einnig skilvirkari.

Það má reyndar allveg velta því fyrir sér hvort ekki geti einnig átt við að flytja verkefni frá sveitarfélögum til ríkisins í einhverjum tilfellum.

Við framkvæmd ýmissa verkefni sem unnið er að að hálfu stjórnvalda er þörf á aðkomu margra stofnanna sem heyra ýmist undir ríki eða sveitarfélög. Þegar svo er verða stofnanir að vinni vel saman og þeir enbættismenn sem að verkinu koma varða að tala saman. 

Stundum finnst manni of mikill tími fara í að vísa málum á milli stofnanna. Það þarf að einbeita sér í að leysa verkefnin. Það á að vera megin markmið í allri vinnu. Til þess að það gangi vel þarf að vera ljóst hver á að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka hverju sinni.

20.07.2010 07:28

Vatnsveitan og blíðan

Það er búið að vera hér allveg einmuna blíða undanfarna daga. Um helgina var sól og hiti alla dagana. Í svona sumarveðri fjölgar mikið í sveitinni. Öll sumarhús eru full af fólki, tjaldsvæðin eru full og eyðibýlin fyllast af fólki.


Vatnsveita Flóahrepps nær yfir allt sveitarfélagið og markmið hennar er að geta þjónustað alla notendur á svæðinu sem þess óska um neysluvatn. Það eru ekki mörg sveitarfélög í dreyfbýli sem reka vatnsveitu með þetta að markmiði. (ég veit ekki um neitt annað)


Það verður nú samt að segja eins og er að þetta hefur verið mjög strembið á síðustu árum vegna mikilla þurka á sumrin og stóraukinni vatnsnotkunn. Unnið hefur verið að varanlegri lausn á þessu og eru framkvæmdir hafnar í því sambandi.


Á heitum sumardögum þegar fólkið er flest í sveitinni eykst vatnsnotkunn svo um munar. Þá er vökvað sem aldrei fyrr, það er látið renna í öllum hestahólfum, bílar og hús eru þvegin,  fólk fer í sturtu jafnvel oft á dag og ýmislegt annað sem eykur álag á vatnsveituna.


Stundum eykst vatnsnotkunn svo að það vakna grumsemdir um að leki sé komin á veituna. Starfsmenn veitunnar fara þá þegar í stað á stúfana til þess að kanna það, því mikilvægt er að ekki fari vatn til spillist svo ekki verði hreinlega vatnslaust þegar mest álagið er. Það er heilmikið mál að kanna hvort leki sé á veituna en lagnalengdir skipta tugum kílómetra.


Á tólftatímanum á laugardagskvöldið s.l. var komið í ljós að vatnsnotkunn var það mikil að stefndi í vandræði.


Ég hafði varið kvöldinu í að fara ríðandi til þess að sækja eina tvílembu sem við áttum hér sunnan við veg. Í leiðinni skoðaði ég kornakurinn og rak kindur sem nágranni minn átti hér til sín heima.


Þegar því var lokið bárust fréttir af yfirvofandi vatsskorti og lagði ég því á aftur og reið með stofnlögninni sem liggur hér í gegnum landið hjá okkur og í gengum land Saurbæjar að mörkum Hamars til þess að fullvissa okkur um að ekki væri komið gat á leiðsluna.


Enginn leki var á þessarri leið. Það tókst að afstýra vatnsleysi með aukinni miðlun milli vatnslinda og meiri dælingu. Ég fékk hinsvegar góðan útreiðatúr út úr þessi í frábæru veðri. Það var ekki leiðinlegt 
Sólin á þessum tíma sest hér tvisvar á hverju kvöldi. Fyrst á bak við Ingólfsfjallið síðan kemur hún aftur fram við norðurenda fjallsins og sest þar rétt sunna við Botnsúlur héðan í frá séð. Hún fer nú samt ekki langt því roðinn á himninum nánast fylgir henni þar til hún kemur aftur upp.

15.07.2010 07:40

Fótbolti

Þótt ég hafi tekið virkan þátt í ýmsum störfum fyrir ungmenna-og íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina hef ég lítið lagt mig niður við það að horfa á íþróttaviðburði. Ég t.d. horfi aldrei á íþróttaþætti í sjónvarpi.


Ég hef áhuga á því að fylgast með hvernig íþróttafólk úr Flóanum er að standa sig og leita eftir því í þeim íþróttafréttum sem ég les. Minn íþróttaáhugi hefur aðalega gengið út á að ungt fólk hafi tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum sjálfum sér og samfélaginu til góða

Þrátt fyrir þetta hefur það ekki farið fram hjá mér að margir hafa töluverðan áhuga á að horfa á fótboltaleiki. Það var t.d. einhvert fótboltamót haldið nú sumar í S-Afríku sem hinir ólíklegusta aðilar fylgdust spenntir með í margar vikur. Ég þekkti engann sem þar keppti og veit ekki neitt um þetta mót meira. emoticon

Á mánudgakvöldið s.l. fór það nú samt svo að ég fór á knæpu eina hér á Suðurlandi gagngert til þess að fylgjast með fótbolta. Það var reyndar konan mín sem stakk upp á því að við færum að fylgjast með þessum leik. Ég man ekki eftir að hún hafi komið með síka uppástungi fyrr.

Leikurinn sem við fórum að horfa á var leikur í áttaliða úrslitum í Vísa bikarkeppni karla. Þar áttust við 2. deildar lið Víkings í Ólafsvík og úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabæ. Í liði Víkings í Ólafsvík er ungur maður frá Grundafirði sem við þekkum vel og allt hans fólk.

Fjölskylda hans var í hópferðalagi hér á Suðurlandi þegar leikurinn fór fram. Hópurinn  fylgst með beinni útsendingu af leikum á stóru tjaldi á "Kanslaranum" á Hellu. Þarna kom saman hátt í þrjátíu mans á öllum aldri, allt tengt þessum eina leikmanni úr Grundafirði.

Leikurinn var stór skemmtilegur og dramtískur með afbrigðum. Þrátt fyrir að Víkingur væri með tveggja marka forskot þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir ef venjulegum leiktíma tókst Stjörnunni að jafna. Að lokinni framlenginu höfðu bæði lið bætt við einu marki og var því enn jafnt.

Þá var farið í vítaspyrnukeppni og þegar komið var í bráðabana náði markmaður Víkings að verja. Nú var komið að okkar manni í liði Víkings og tryggði hann sínum mönnum sigur með öruggu marki.

Það var mikil stemming í hópnum þarna á Hellu allan tímann sem leikurinn stóð yfir. Þegar lokamarkið kom svo loksins brutust út gífurleg fagnaðarlæti. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað maður getur orðið eftir sig eftir að horfa á einn fótboltaleik.

Ég vil þakka bæði Víkingum og Stjörnumönnum fyrir þessa skemmtun. Ég óska Ólafsvíkingum, eða Ólsurum eins og þeir eru alltaf kallaðir í mín eyru þegar ég kem á Snæfellsnesið, til hamingu með glæsilegan árangur. emoticon

11.07.2010 07:37

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Stór hluti tekna Flóahrepps hefur komið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umfang Jöfunnarsjóðsins hefur stóraukist á undanförnum árum en um hann fara u.þ.b. 20 milljarðar á þessu ári. 

Regluverk jöfnunnarsjóðsins eru nokkuð flókið og hann er að greiða til sveitarfélaganna framlög á ýmsum forsendum. Í grófum dráttum er hægt að skipta framlögum úr sjóðnum til Flóahrepps í þrennt.


Í fyrsta lagi var Flóahreppur í síðasta kjörtímabili að fá sérstök framlög vegna sameiningarinnar sem varð 2006 þegar sveitarfélagið var stofnað. Þessi framlög voru tímabundin og koma aðeins á fyrsta kjörtímabili nýs sveitarfélags.


Í öðru lagi eru bæði útsvarstekjur og fasteingaskattar hér eins og víða annarstaðar í dreifbýli tiltölulega lágar og er Flóahreppur að fá talsvert í svokallað tekjujöfnunnarframlag.

 

Í þriðja lagi er um framlög að ræði vegna ýmissa útgjalda s.s reksturs grunnskólans, skólaaksturs og fleira.


Frá því í ársbyrjun 2009 hefur verið starfandi starfshópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildarendurskoðun á regluverki sjóðsins. Þessi starfshópur kynnti á dögunum tillögur sínar.


Starfshópurinn leggur til að tekjujöfnunarframlagið  verði lagt niður í núverandi mynd og tekið upp nýtt fyrirkomulag útgjaldajöfnunar. Breytingarnar á að gera í áföngum.


Ráðherra hefur þegar sagt að fyrsta skref væri að fela starfsmönnum ráðuneytisins að hefja innleiðingu breytinganna í reglur og viðeigandi lagafrumvörp svo hægt verði að taka fyrsta skrefið í þessum breytingum á næsta ári.


Breytingar á framlögum jöfnunnarsjóðsins getur haft töluverð áhrif á rekstur Flóahrepps. Niðurfelling á tekjujöfnunnarframlagi hefur veruleg áhrif en eftir er að sjá til hvernig til tekst með nýtt fyrirkomulag útgjaldajönunnar.


Ég hef efasemdir um að rétt sé að hætta með tekjujöfnunarframlag á meðan ekki hefur tekist að jafna aðstöðu sveitarfélaga með tillit til þeirra skattstofna sem þeim eru ætlaðir. Heildar fasteignamat er mjög mismunandi í sveitarfélögum. Eitt raforkuver getur t.d. margfaldað skattstofninn í því sveitarfélagi sem stöðvarhúsið stendur þótt virkjunin taki yfir fleiri sveitarfélög.    

06.07.2010 07:39

Skólabygging

Vinnuhópur um framkvæmdir við stækkun Flóaskóla hittist í gærmorgun. Allt kapp er nú lagt á að hnýta alla lausa enda varðandi bygginguna svo hægt verði að taka hana í notkun þegar skóli hefst í ágúst n.k.

Þrátt fyrir nokkrar ófyrirséðar uppákomur í framkvæmdinni er allar horfur á að verkið ætli að ganga vel upp. Verið er að ganga frá pöntunum á húsgögnum og ýmsum tækjum s.s tölvum, skjávörpum og heimilstækjum í heimilsfæðistofuna. Einnig er verið að semja um og afla tilboða í síðustu verkþættina bæði varðandi bygginguna sjálfa og umhverfi  hennar.


Það markmið sveitarstjórnar að byggja glæsilegann, rúmgóðan, traustan og velbyggðan en ódýran skóla er að ganga mjög vel upp. Þær áætlanir sem gerðar voru í upphafi ætla að standast. Allir sem komið hafa að þessarri framkvæmd hafa lagt sig fram og það er að skila góðum árangri.


Það verður virkilaga gaman að taka þessa byggingu í notkun nú í haust.

 

01.07.2010 07:42

Heyskapur

Það er alltaf skemmtilegt að standa í heyskap. Heyskapur er ekki svona  "þægileg inni vinna" eins og borgarstjórastaðan í Reykjavík er. Heyskap fylgir langir vinnudagar og stanslaus angist yfir að allt gangi nú upp sem lagt er undir.emoticon 

Afkoma búrekstursins næsta árið ræðst að stæðstum hluta af því hvernig til tekst með heyölfun.  Það sem helst getur farið úrskeiðis hjá manni er að það er ekki rétt veður og að vélarnar taki upp á því að bila.

Erfitt getur verið að reikan út veðrið. Það er nefnilega ekki hægt að teysta því að veðurspáin sé rétt. Það er ekki heldur hægt að teysta því að hún sé vitlaus. Það getur orðið talsvert tjón að slá mikið og fá svo rigningu ofan í flekkinn. Það verður einnig tjón að sleppa því að slá vegna þess að það spáir rigningu en missa svo af góðum þurki.

Heyskapur í dag er stundaður með stórvirkum vinnuvélum á örfáum dögum. Það er því mikið lagt undir í einu og eins gott að vélarnar virki þegar til á að taka. Ef eitthvað bilar þarf að geta brugðist hratt við. Annað hvort með því að gera við eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir til þess að bjarga heyjunum.

Best er að geta gert við áður en vélin bilar. Góður vélamaður þarf að hafa tilfinningu fyrir vélinni sem hann er að vinna á. Það getur verið betra ef það fara að heyrast einhver aukahljóð eða vélin er ekki að haga sér eins og hún er vön að gera að stoppa og kanna hvað veldur og laga það áður en eitthvað brotnar.

Svo getur það líka verið skynsamlegast í stöðunni að hækka bara í útvarpinu og halda áfram að bjarga heyjunum.

Hér á bæ eru við búnin að koma öllu heyi af fyrsta slætti í rúllur. emoticon

 

  • 1
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49723
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:43:11
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar