Í Flóanum

Færslur: 2015 Janúar

17.01.2015 21:01

Spenna

Það er til prýði á hverjum bæ að það sé hundur á bænum. Víða eru menn að komast upp á lag með að nota hunda í smalamenskur með góðum árangri. Ekki eru nú allir hundar jafn nothæfir í slíka vinnu en geta samt haft sinn tilveru rétt á bænum

Hér á bæ hefur yfirleitt alltaf verið a.m.k. einn hundur eða tík. Þeirra hlutverk hefur fyrst og fremst verið að veita heimilsfólkinu félagsskap. Betra er líka að þeir séu ekki til bölvunnar í smalamennskum. Mér finnst betra, og ég er vanur því, að það fylgi mér hundur í öllum mínum störfum við búskapinn.



Spenna heitir hún tíkin sem við eigum nú. Hún er Íslenskur Fjárhundur eins og flestir þeir hundar sem hér hafa verið. Kolbrún fékk hana hvolp frá Elínu á Galtastöðum fyrir nokkrum árum.

Þetta er indælis tík sem fylgir mér eins og skugginn í öllum mínum verkum hér heima. Hún fylgir mér líka yfirleitt á útreiðum. Þó ég sé ríðandi í hóp með öðrum með misjaflega þægum hundum fylgir hún fyrst og fremst hestunum mínum og gegnir mér afdráttarlaust ef ég kalla á hana.

Spenna þolir að vísu illa aðra hunda og þegar hundurinn í Jaðarkoti er með mér líka lætur sig helst hverfa. Hún leitar þá frekar heim að bæ eða að Kolbrúnu.

Spenna hefur einn leiðindar ávana sem mér gengur illa að venja hana af. Hún getur helst ekki komð að hestunum í gerðinu við hesthúsið án þess að hlaupa geltandi að þeim. Þetta fer frekar í taugarnar á mér. Þó ég viti að það muni engu breyta í hennar áráttu á ég það til að öskra á hana af öllum krafti " þegiðu tík ! " þegar hún stekkur með hávaða og látum í hrossin. emoticon

Þegar ég var oddviti sveitarstjórnar hér í sveit átti ég oft í samskiptum við þáverandi sveitarstjóra Margréti Sigurðardóttur. Margrét hringdi oft í mig þegar ég var heima til þesss að ræða hin ýmsu málefni sveitarfélagsins. emoticon

Yfirleitt voru hin ýmsu umhverfishljóð í bakgrunni á þessum samtölum okkar þar sem ég var oft eitthvað að fást við utandyra þegar þau fóru fram. Þetta gátu verið hin ýmsu vélarhljóð eða baul í nautgripum, jarn í sauðfénu, hanagal, hundgelt eða hvað annað sem heyrist á einum bæ. 

Margrét var bísna fær í að láta það ekki trufla sig en mér er nær að halda að hún hafi verið orðin málkunnug flestum skepnum á bænum efitr samstarf okkar í sveitarstjórnarmálum.

Einhverju sinni þegar við Margrét vorum að ræða saman  í síma og ég var gangandi úti hleypur Spenna með hávaða gelti fyrirvaralaust í hrossin þar sem þau stóðu í gerðinu.  Ósjáfrátt öskra ég viðstöðulaust á eftir henni:  "þegiðu t...! "

Það kom smá hik á Margréti.... En svo fljótlega, og löngu áður en ég áttaði mig á hvað þetta var óheppilegt innlegg í okkar samtal, áttaði hún sig á aðstæðum og hélt samtalinum áfram eins og ekkert hafði ískorist. 

Mér fannst alltaf gott að vinna  með Margréti. emoticon




  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126811
Samtals gestir: 22927
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:12:58
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar