Í Flóanum

Færslur: 2018 September

25.09.2018 08:46

Bæjarnöfn og götuheiti

" Landslag yrði lítilsvirði ef það héti ekki neitt " segir í kvæði sem ég lærði í barnaskóla. Það eru reyndar ekki allir í dag, sem gera sér grein fyrir gagnsemi þeirra árátta að vera gefa öllum kennileitum, stórum sem smáum nafn hér áður fyrr. Ég hef reyndar áður minnst á þetta hér á þessari vefsíðu. Örnefni () 

Það átta sig nú samt flestir á gagnsemi þess að heimilsföng séu með einhverju móti skilgreind. Þannig hefur það alltaf verið og því hafa bæir allaf haft einhver nöfn. Sum bæjarnöfn á Íslandi eru bísna algeng og getur það valdið misskilningi og ruglingi. Ábyggilega meira í dag en hér áður fyrr þegar samgangur var minni milli sveita og fyrir sameiningu hreppa.

Þegar Flóahreppur varð til vorið 2006 með sameiningu þriggja sveitarfélaga í Flóanum í eitt sveitarfélag kom upp sú staða að þrír bæir í hinu nýja sveitarfélagi bera sama nafn. Bæjarnafnið Krókur var nefnilega til í öllum gömlu hreppunum.

Ég fór um Vestfirði í sumar og eins og alltaf þegar ég fer þar um vekur það eftirtekt hvað sömu bæjarnöfin kom þar fyrir oft. Mér finnst eins og bærinn Botn sé þar í botni festra fjarðra og bærinn Eyri sé svo þar einhverstaðar líka. Kirkjuból er í flestum dölum þar vestra lika.

Bæjarnafni Kolsholt er ekki svo algengt og veit ég ekki til þess að það hafi nokkurstaðar verið til nema hér í Flóanum. Hitt vissi ég ekki heldur, en rakst á nú fyrir tilviljun, að Kolsholt var til sem götuheiti í Reykjavík á tímabili.

Í byrjun ágúst 1943 birtust fréttir í dagblöðum um nýsamþykkt götuheiti í Rauðarárholti, Norðurmýri og Langholt i Reykjavík. Götur í Rauðarárholti voru kenndar við -holt en -hlíð í Norðurmýri. Þarna fengu götur eins og Skipholt og Brautarholt nafn. Einnig var tilkynnt um götuheiti sem ég held að séu ekki til í dag eins og Hörgsholt,Vallholt, Stúfholt og Kolsholt. 

Þessi úrklippa af korti af skipulagi í Reykjavík frá 1947 sýnir hvar gatan Kolsholt var fyrirhuguð.(frekar óskírt)


Ef ég skil þetta kort rétt þá hefur gatan Kolsholt á að koma rétt vestan við núverandi gatnamót Kringumýrarbrautar og Suðurlandbrautar/Laugarvegar, u. þ. b. þar sem gata Bolholt er nú. 

Samkvæmt dagblöðunum frá 1943 átti gatan Stúfholti að liggja á milli Suðurlandsbrautar (Laugarvegar) og Skipholts. Kolsholt átti svo að koma hornrétt frá Stúfholti til austur.

Samkvæmt þessu korti sem er með ártalið 1947 nær Skipholtið ekki enn svo langt austur. (Íþrótttasvæði) Stúfholt og Kolsholt eru aftur á móti þarna á kortinu. Gatan Kolsholt liggur frá Stúfholti yfir Kringumýrarveg eins og hann er á kortinu og að ómerktum vegi (brotalína) sem liggur
á sama stað og núvrandi Kringumýrarbraut. 

Ég hef ekki hugmynd um það hvort þessar götur voru einhvern tíman byggðar eða verið til nema á skipulagi. Allavega eru þær ekki til í dag og nú flokkast þetta bara sem einskins nýtur fróðleikur.

  • 1
Flettingar í dag: 222
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49878
Samtals gestir: 5989
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 05:07:37
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar