Í Flóanum

Færslur: 2011 September

30.09.2011 22:24

"Fyrir og eftir" myndir

Eins og fram hefur komið hér á síðunni, s.b. Húsabætur () , þá var ráðist í umtalsverðar endurbætur á íbúðarhúsinu hér á bæ. Nú þegar framkvæmdum er að mestu lokið er rétt til gamans að setja hér inn "fyrir og eftir" myndir af húsinu.Svona leit það út þegar framkvæmdir hófust seint í síðasta mánuði.Núna lítur það svona út og má segja að það hafi tekið nokkrum stakkaskipum. emoticon


23.09.2011 07:20

Á fjalli

Mér fannst það bæði fróðlegt og skemmtilegt að fara á fjall í síðustu viku. Það er vart hægt að hugsa sér áhugaverðari ferðamáta en að fara um landið á hestum. Ef menn yfir höðuð hafa einhvern áhuga á að skoða landið og velta fyrir sér staðháttum og náttúru Íslands gefst best tækifæri til þess þegar farið er um ríðandi.

Ef þú ert gangandi verður þú að gæta þess að horfa niður fyrir lappirnar á þér svo þú rekir ekki tærna í og dettir. Ef þú ert keyrandi hvort sem er á bíl eða fjórhjóli, sleða eða hverju öðru faratæki ert þú upptekinn við akstur á meðan þú ert á ferð. Auk þess er farið það hratt yfir að vart gefst tækifæri á að njóta alls sem upp á er boðið. Ríðandi getur þú stanslaust fylgst með umhverfi þínu alla leiðina bæði nær og fjær. emoticon

Allavega finnst mér ég upplífa landið á allt annan hátt þegar farið er um á þokkalega ferðavönum hestum. Ég hef reyndar ekki mikið farið um afréttin fram að þessu þannig að víða var ég að koma í fyrsta skipti þessa daga sem smalað var. Athyglisvert var að sjá hvað afrétturinn er fjölbreyttur að landslagi og gróðurfari.

Mér fannst líka skemmtilegt að sjá hvað við Flóamenn búum vel að því leiti að hafa öflugt lið í að smala afréttinn. Í fjallsafnið var mætt þrautvant lið á þjálfuðum hestum, og sumir einnig með hunda, tilbúið að takast á við verkefnið. Þó ég hafi verið nýliði í hópnum var ég held ég elstur í vesturleitinni að undanskildum trússinum sem er nokkrum vikum eldri en ég.  Þar sem allir sem eru yngri en ég eru ungir verður þetta að teljast bæði ungt og efnilegt lið þó flestir hafi margra ára reynslu á fjalli.

Þrátt fyrir öflugt lið verður að viðurkennast að smölun gekk ekki alveg sem skildi og ljóst er að töluvert er eftir af kindum. Féð er rígvænt af afréttinum og var þungt í rekstri. Þegar viðbættist þoka sem lagðist yfir á fimmtudeginum var verkefnið orðið mjög erfitt og árangur eftir því. Það er vonandi að betur takist til í eftirsafni í næstu viku. emoticon18.09.2011 22:52

10 ára afi

Í dag eru 10 ár síðan ég varð afi. Hún Kolbrún Katla Jónsdóttir í Lyngholti á nefnilega afmæli í dag. Það var hlutskipti hennar að ala mig upp í að vera afi, eins og það var hlutskipti mömmu hennar á sínum tíma að ala mig upp sem faðir. Að koma barni til manns er nefnilega æfinlega gagnvirkt verkefni.Við Kolbrún Katla höfum haft tækifæri til þess að gera ýmislegt saman þessi 10 ár. Hún er virkur þátttakandi í ýmsu sem verið er að fást við hér á bæ. Það hefur hún verið í öll þessi ár allt frá því hún var pínulítil.


   
Nú er hún er farin að taka fullan þátt í hestmennskunni með okkur. Í sumar fór hún m,a, í hestaferð til Vestmannaeyja, Hún reið með mér og pabba sínum ásamt Unnsteini og Reyni á Hurðarbaki Þjórsárbakkana frá Murneyrum eitt kvöldið í sumar og hún var með í Ungmennafélagsreiðtúrnum. Í gær reið hún með okkur heim úr réttunum.Það er ýmislegt annað sem Kolbrún Katla tekur sér fyrir hendur. Hún er m.a. í tónlistaskóla og stundar íþróttaæfingar. Myndin hér að ofan er tekin þegar hún söng á fjölmennu ættarmóti með eftirminnanlegum hætti fyrir 3 árum.Til hamingju með daginn Kolbrún Katla
11.09.2011 22:51

Hjalti Geir

Hann Hjalti Geir Jónsson dóttursonur minn í Lyngholti er 5 ára í dag. Hjalti er kröftugur strákur og atorkusamur. Hann kemur hér oft og þá er nú yfirleitt ekki setið auðum höndum. Hann reynir sig við hin ólýklegustu viðfangsefni.
.


Hann var ekki gamall þegar hann eignaðist reiðhjól og var fljótur að komast upp á lag með að nota það. Fyrst í stað var það bara notað innandyra en það dugði honum ekki lengi. Svona faratæki er hægt að nota í ferðalög og hann var ekki orðinn fjögurra ára þegar hann hjólaði með pabba sínum og systur hér á milli bæja en það erum u.þ.b 4 km.Nú þegar hann er orðinn eldri fer hann sundum ríðandi hér á milli bæjanna.Eða bara skreppur í útreiðatúr með Aldísi frænku sinni í Jaðarkoti í hestagirðingunni.Hjalti er að æfa fimleika og stundum finnst honum afa hans hann heldur kappsamur í iðkunn sinni á þeirri göfuðu íþrótt. Hann á það t.d. til þegar hann kemur í hesthúsið að fara lítið eftir gólfinu. Hann hleypur frekar eftir milligerðum og innréttingum og er uppi um alla veggi. Sem betur fer þekkja hrossinn þennan orkumikla strák vel og láta sér fátt um finnast þó hann svefli sér um eins og Tarsan í trjánum í hesthúsinu.


10.09.2011 07:18

Haustverkin

Nú er hér verið að taka síðasta heysskapinn í sumar. Ég er búinn að slá eitthvað rúmlega 30 ha. Háin er ágætlega sprottin og nauðsynlegt að hreinsa hana af túnunum. Við höfum aftur á móti verið í vandræðum með að raka saman vegna þess hve norðan áttin er eitthvað að flýta sér. Vonandi hefst það nú um helgia. emoticon 

Kornsláttur er nú hafinn í Flóanum en Sigmar sló fyrsta akurinn á fimmtudaginn. Hann reiknar með að slá eitthvað rúmlega 200 ha. fyrir u.m.b 20 aðila  hér í Flóanum og í Ölfusi. Í vikunni var hann að standsetja nýjan kornvals en Flóakorn ehf endurnýjaði valsinn. Sá nýji er stærri og afkasta meiri þannig að nú ætti það síður að tefja fyrir slætti þegar valsað er jafnóðum. Nýji valsinn er það stór og þungur að Sigmar setti undir hann hjólastell til þess að auðvelda flutning á honum milli bæja.

Ég er að undirbúa mig fyrir að fara á fjall. Þetta hefur ekki áður verið meðal haustverkanna hjá mér en nú tel ég mig vera það vel ríðandi að tímabært sé orðið að upplifa þá reynslu að taka þátt í að smala afréttinn. Ég fer héðann á þriðjudaginn og fer með öðrum leitarmönnum á "Tangann". Það er styðsta leitin  í fjallsafni Flóamanna. Komið er með safnið niður í réttir á föstudaginn og  réttað í Reykjaréttum í laugardag. emoticon

06.09.2011 07:28

80 ára

Hann "langi" er áttræður í dag. Hann hefur gengið undir þessu nafni hér síðastliðin 10 ár eða frá þvi að hann varð langafi. Rúm tuttugu ár þar á undan var hann bara afi en nú er það ég sem ber þann tilil á bænum.Í tilefni dagsins birti ég hér mynd sem hún Sandra tók af þeim Hrafnkatli í Jaðarkoti og "langa" í sumar. Þeir eru elstir og yngstir af því fjölmenna liði sem hér á bæ lifir og hrærist og telur 4 ættliði. Þó aldursmunir sé á þeim félögum fer vel á með þeim.

  • 1
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49800
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:25:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar