Í Flóanum

Færslur: 2016 Janúar

28.01.2016 11:08

Að fara í búskap... eða ekki

Ég ákvað nokkuð ungur fara í búskap. Það hafa sjálfsagt verið margar ástæður fyrir því afhverju ég vildi vera bóndi. Sumir á mínum aldri og eldri hafa talað um að það hafi kannski aldrei verið neitt val. Þeir hafi einfaldlega orðið að sinna búskapnum  heima hjá sér og ekki kunnað neitt annað eða lært. neitt annað.

Mér fannst ég alltaf hafa val og velti þessu heilmikið fyrir mér þegar ég var unglingur. Ég held ég hafi átt ágætt með að læra og gengið ágætlega í skóla þegar ég var í barna- og gagnfræðaskóla. Mér leið hinsvegar aldrei mjög vel í skólanum og var oft heltekin af einhvejum skólaleiða. Það var aðalástæða þess að ég ákvað að fara í landspróf (sem þá hét) strax og ég hafði afplánað skólaskylduna. 

Með því að taka landsprófið, sem á þeim tíma gat gefið möguleika á inngöngu í alla menntaskóla landsins sem og aðra frammhaldskóla (þetta var fyrir tíð fjölbrautaskólanna), fannst mér ég geta með góðri samvisku tekið mér frí frá námi og farið að vinna. 

Mér fannst að með landsprófið ég hafa alla möguleika á að fara í hvaða nám sem væri, þegar ég vildi og væri orðin viss um hvað ég ætlaði að verða. Mér gekk vel í landsprófinu og var, ef ég man rétt, meðal 5 efstu af u.m.þ 30 einstaklingum sem voru í bekknum og þreittu prófið þetta vor á Selfossi. 

Ég var alinn upp við það að vinna heima hjá mér allt frá barnæsku. Sumarið eftir að ég tók landsprófið vann ég eins og ég var vanur heima við heyskap og önnur bústörf. Þetta sumar velti ég mikið fyrir mér hvað  ég ætti að svo að taka mér fyrir hendur næsta vetur. Þetta sumar er ég 16 ára gamall.

Mig minnir eins og að foreldrar mínir hefðu aðeins áhyggur af þessu og reyndu heldur að þrýsta á mig að halda áfram námi. Ég man líka að afi minn (Aðalsteinn Eiríksson sem ég er skýður í höfuðið á og var mikill skólamaður; kennari, skólastjóri, námsstjóri og síðast embættismaður í mentamálaráðuneytinu) tók mig á eintal og ræddi við mig um nauðsyn þess að halda áfram skólagöngu.  

Mér hins vegar langaði ekki í skóla. Mér leið vel við bústörfin. Ég fékk einhverja útrás í líkamlegri vinnu sem var alger andstæða við skólaleiðan sem hafði háð mér mest alla mína skólagömgu fram að þessu. Þetta sumar fór ég að hafa meiri áhuga á hvernig ætti að standa að búrekstrinum og ég gerði mér grein fyrir að verkefnin gátu verið óþrjótandi á bænum.


Á þessari mynd er ég bæði ungur og efnilegur. Kvígurnar á myndinni voru það vafalaust líka.  Ég man ekkert hvað varð úr þeim.  emoticon

Ég reyndar velti ýmsu öðru fyrir mér þetta sumar. Ég m.a. velti fyrir mér að prófa að fara á sjóinn og leitaði fyrir mér um möguleika á því. Ég hafði reyndar enga reynslu af sjómennsku og þekkti akkúrat ekkert til hennar. Mér fannst það samt geta verið áhugavert að prófa það. 

Um haustið fóru svo systkini mín öll í skóla en ég hélt áfram að vinna við búið hér heima. Eftir því sem ég vann meira við búskapinn jókst áhuginn á honum. Nú tók gegningavinnan að mestu við eftir því sem lengra leið á haustið og fram á vetur. Það var svo þarna einhvern tíman um veturinn sem haft var samband við mig og mér bent á að hugsanlega gæti ég fengið pláss á einhverjum bát.

Það var einmitt þá sem mér fannst ég verða að taka einhverja ákvörðun. Þegar til átti að taka tímdi ég ekki að fara frá búskapnum og á sjóinn. Mér fannst ekki í lengur í boði að stökkva frá einu í annað. Ég fór því að ræða betur við föður minn framtíð mína í þessum búrekstri án þess að minnast einu orði á að hugsnlega hefði ég möguleika á að fara á sjó.

Í framhaldi af því var sú ákvörðun tekinn að þau laun sem ég átti orðin inni í búrekstrinum voru eignfærð í búrekstrinum. Ég beinbeitti mér að þátttöku í búrekstrinum og að eingast stærri hlut í honum. Ég hætti allveg að spá í annað. Við fórum að velta fyrir okkur að byggja bæði fjós og hlöðu. Nokkrum árum seinna fór ég svo á Hvanneyri í búfræðinám.





  • 1
Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 130339
Samtals gestir: 23828
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 03:54:49
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar