Í Flóanum

Færslur: 2018 Desember

20.12.2018 21:12

Að vera í góðu formi

Ég hef þá sannfæringu að það besta sem ég get gert varðandi sjálfan mig er að halda mér í góðu formi. Eftir að ég greindist með Parkinsonveiki fyrir nú að verða fjórum árum hefur maður verið að velta fyrir sér hvernig maður tekst á við slíkt verkefni. 

Í dag er Parkinsonveiki ólæknandi sjúkdómur sem í flestum tilfellum herðir tökin smátt og smátt eftir því sem maður eldist. Það er því ekki um það að ræða núna, hvað sem síðar kann að verða, að ráðast til atlögu við sjúkdóminn og ætla sér að ná fullum bata. Verkefnið er halda sem mestum lífsgæðum sem lengst með Parkinson. Það er líka mikilvægt að vera vel á sig kominn ef/þegar lækning finnst. emoticon

Haustið 2016 var ég á Reykjalundi í sérstöku prógrammi fyrir fólk með Parkinsonveiki. Þá var ég búinn að vera á Parkinson lyfjum í rúmlega eitt ár og var orðinn nokkuð laus við verkina sem hráðu mig áður. Ég gat hreyft mig orðið skammlaust fannst mér en mér fannst ég samt ekki maður til nokkurra verka, bæði klaufskur og seinn.

Á Reykjalundi fór maður í nokkuð stíft prógram í umsjón hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum, talmeinafræðingum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og læknum. Ég var ekki búinn að vera  í þessu í marga daga þegar ég fann hverrsu áragursríkt þetta var. 

Strax í annarri vikunni var ég farinn að hlaupa upp stigana sem ég þorði varla að fara, hvorki upp né niður, án þess að styðja mig við handriðið. Mér finnst þessi dvöl mín á Reykjalundi vera frelsun sem sannaði fyrir mér hvað mikilvægt það er að stunda markvissa líkamsrækt.  

Ég lít nú á það sem aðalatriðið í meðferðinni við Parkinson að stunda líkamsrækt. Lyfin sem ég tek eru nauðynleg til að geta hreyft sig en ein og sér eru þau enganvegin fullnægandi.

Svo er annað mál hvernig manni gengur að stunda þessa hreyfingu og æfingar sem gera þarf. Þar reynir á staðfestu og einbeitingu hjá manni. Verð að viðurkenna að þetta getur nú gengið misjafnlega en það er allveg ljóst að þetta gerist ekki að sjálfu sér. Maður þarf að gefa sér tíma í þetta og eins og í mínu tilfelli að setja það í forgang fram yfir flest annað.

Ég kynntist því á Reykjalundi að fara í vatnsleikfimi og fann srax að það henntaði mér vel. Nú eru komin tvö ár síðan ég byrjaði í slíkri leikfimi hér á Selfossi og það gagnast mér mjög vel. Sérstaklega á veturnar þegar kalt er, en kuldinn getur sundum verið mér erfiður. En ég get þá alltaf hreyft mig í volgu vatninu í sundlauginni. Það er líka frábært að fara í saunu og/eða heitupottana bæði fyrir og á eftir.

Nú um daginn settist ég inn í saunuklefan eftir tíma í vatnsleikfiinni. Það voru nokkuð margir í klefanum í þetta skipti. Við þessar aðstæður kemst maður ekki hjá því að heyra tal manna í kringum mann. Jafnvel þó um tvegga manna tal sé að ræða.

Inni í klefanum voru m.a. tveir menn sem tóku til við að ræða saman: 

Maður 1: Jæja ertu búinn að kaupa jólagjöf handa konunni.

Maður 2: Neeei, ég er nú ekki búinn að því.

Maður 1: Hvað er þetta maður, þú verður að fara að drífa í því.

Maður 2: Jaaá finnst þér það.
 
Maður 1: Já að sjálfsögðu, þú verður að gefa konunnni einhverja jólagjöf.

Maður 2: Já það er líklega bara rétt hjá þér.  Kannski ætti ég bara að gera það

Maður 1: Ekki spurning maður þú verður að drífa í því að kaupa gjöf handa henni. Það eru ekki nema örfáir dagar til jóla.

Nú var þögn smá stund í saunaklefanum, en þá heyrist:

Maður 2: Heyrðu! ég þekki konuna þína bara svo lítið, en veistu nokkuð hvað hana langar í..... í jólagjöf?  emoticon  

Bestu jóla og nýárskveðjur úr Flóanum.
 
  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49761
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:04:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar