Í Flóanum

Færslur: 2016 September

30.09.2016 08:48

Pólitík.... skrítin tík

Ég er þeirrra skoðunnar að það sé gæfa að búa í lýðræðisríki og það séu verðmæti sem standa verði vörð um. Í því sambandi er sjáfstæði þjóðarinnar og fullveldi mikilvægt. Við sem búum á Íslandi í dag, fengum það í arf frá forfeðrum og formæðum okkar. Okkar skylda er að skila því þannig til afkomenda okkar og/eða þeirra sem hér munu búa í framtíðinni.

Mér finnst stundum ekki mæjanlega mikil virðing borin fyrir lýðræðinu og það sé reynt að toga það og teyja í ýmsar áttir. Í aðdraganda kosninga finnst mér það oft berlega koma í ljós. Þá sérstaklega vegna þess að málefnaleg umræða finnst mér vera í algeru lágmarki. Þess í stað ber meira á allskonar lýðskrumi, samsæriskenningum, slúðursögum, framapoti og sérhagsmunagæslu.

Það færi betur að fjölmiðlarnir, sem gjarnan kalla sig fjórða valdið í hinu þrískipta valdi lýðræðisins, myndu axla sína ábyrð betur. Vissulega er boðið upp á heilmikið af vönduðu og góðu efni um stjórnmál. En á sama tíma er einnig kynt undir allslags dylgjum og samsæriskenningum án þess að um nokkra rannsókn um málefnið sé að ræða.

Mér finnst stundum gengið svo langt að heilu fölmiðlarnir sé gefnir út með tómum slúðursögum. Hver miðilinn af öðrum vitna svo hver í annan. Fjölmiðlafólk tekur viðtal hvert við annað og getur í eyður og fellir dóma um fólk og málefni. Sum mál eru tekin fyrir aftur og aftur. Það eru sagðar nánast sömu fréttirnar af því dögum saman. Á önnur mál er svo ekki minnst á einu hljóði.

Einsleit umræða er um sum málefni jafnvel dögum saman. Stundum er sjónarhornið mjög þröngt og andsvör eða heildaryfirsýn fá aldrei eða lítið að komast að. Að mínu mati háir þetta allri málefnalegri umfjöllun hér á landi. Umræðan verður meira í upphrópunum og sleggjudómum. Bæði um fólk og málefni. Mér leiðist það frekar.

Og eitt leiðir af öðru. Þegar umræðan fer að snúast fyrst og fremst um persónur en ekki málefni verða stjórnmálin fljótt að einskonar "showbusiness". Fólk sem fyrst og fremst hefur áhuga á athygli og eigin frama verður meira og meira áberandi. Þeir einir komast eitthvað áfram í pólitík sem klókir eru í að koma sér á framfæri. Það fer að skipta mestu máli að geta kjaftað sig út úr vandræðum og/eða geta komið höggi á aðra frambjóðendur.

Auðvita snúast kosningar samt um fólk. Þær snúast um að velja það fólk til ábyrðastarfa sem við, hvert fyrir sig, treystum best. Eðlilega skiptir máli í því sambandi hvernig stjórnmálamenn haga sér og hvort okkur finnst þeir traustsins verðir. Það er vont þegar vantraust er orðið það mikið að farið er að alhæfa um alla sem að stjórnmálum koma.

Í því sambandi finnst mér að stjórnmálaflokkar þurfi að axla sína ábyrð. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir stjórnmálamenn. Stjórnmálmenn vinna fyrir málstað flokkanna en ekki öfugt. Enginn stjórnmálamaður getur verið stærri en flokkurinn sjálfur. Enginn stjórnmálamaður getur átt, hvorki flokkinn, flokksmenn eða kjósendur hans.

Enginn stjórnmálamaður er sá yfirburðastjórnmálamaður að hann geti gert hvað sem er í annan tíma. Ef hann tapar trausti, þó það sé ekki nema hluta af kjósendum sínum er það ekki vegna þess að kjósendur eða fyrrum stuðningmenn séu að svíkja hann. Stjórnmálamaðurinn þarf einfaldlega að líta sér nær. Telji hann ómaklega að sér vegið þarf hann með einhverjum öðrum hætti að byggja upp traust eða hreynsa sig af ásökunum en að taka stjórnmálaflokkinn sinn í gíslingu.

Eins og allt annað í lýðræði er það aðeins fólkið sjálft sem getur breytt þessu. Það eru lesendur, áhorfendur og/eða hlustendur fjölmiðlanna sem ráð því hvaða útbreyðlsu hver fjölmiðill fær. Það eru flokksmenn stjórnmálaflokkanna sem bera ábyrð á flokknum og því sem þar fer fram. Og það eru kjósendur sem bera ábyrð á stjórnvöldum hverju sinni.

Samt er það svo að reyndar getur maður aðeins breytt sjálfum sér. Hugsanlega hefur það einhvar áhrif á aðra hvað maður segir og gerir en hver einstaklingur ber algerlega og aðeins ábyrð á sjálfum sér í þessu samhengi. 

Góða stundir......


  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49695
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:22:05
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar