Í Flóanum |
||
Færslur: 2015 Nóvember25.11.2015 22:20MammaÞað eru fáir sem standa manni nær en móðirin sem fætt hefur mann inn í þennan heim. Móðirin sem siðan fórnar öllu öðru við að koma manni til manns. Er vakin og sofin yfir velferð manns. Og er manns stoð og stytta alla sína þroskagöngu. Mamma er áttræð í dag. Hún hefur marga fjöruna sopið á sinni æfi og lætur sér ennþá fátt fyrir brjósti brenna. Þessa dagana nýtur hún sólar á Kanaríeyjum og sendi ég henni mínar bestu kveðjur héðan úr Flóanum út á alheimsnetið. Myndin er tekin hér í stofunni fyrir rúmum tveimur árum þegar hún Steinunn Lilja Kristinsdóttir (ein af fjölmörgum afkomendunum) var skýrð. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 20 Gestir í dag: 2 Flettingar í gær: 82 Gestir í gær: 17 Samtals flettingar: 49676 Samtals gestir: 5986 Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:00:38 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: [email protected]Heimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is