Í Flóanum

Færslur: 2014 Júní

28.06.2014 07:55

Hey!!

Á þessum árstíma snýst lífið um heyskap í Flóanum. Það er ýmist verið í heyskap eða verið að bíða eftir þurrki til þess að geta verið í heyskap. Það er annað hvort verið að bíða eftir að spretti nóg eða í angist horft á allt spretta úr sér.





Þetta sumarið spratt vel og snemma. Mér sýndist hér allt vera fullsprottið fyrir Jónsmessu. Það hefur hinsvegar ringt flesta daga og afköstin í heyskapnum ekki allveg í takti við sprettuna. Um síðustu helgi gerði þó þura daga og nú hefur hann stytt upp aftur. Best að fara að slá meira. emoticon

14.06.2014 22:36

Ný sveitarstjórn

Í dag rann út umboð þeirra sveitarstjórna sem kosnar voru fyrir rúmlega 4 árum og það fólk sem kosið var til sveitarstjórnar 31. maí s.l. fer nú með sveitarstjórnarvaldið. Ég reikna með að í flestu sveitarfélögum verði boðað til fyrsta fundar í vikunni. Fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa oddvita.

Ég læt nú af störfum sem oddviti sveitarstjórnar Flóahrepp. Ég hef gengt þeirri stöðu í átta ár eða tvö kjörtímabil. Þetta hefur verið bæði gefandi og skemmtilegur tími og er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sinna þessu í þennan tíma.

Á sínum tíma þegar ég gaf fyrst kost á mér í þetta reiknaði ég alltaf með að þetta væri krefjandi starf og ekki endilega alltaf þakklátt. Ég reiknaði með að það myndu skiptast á sigrar og ósigrar, ánægja og vonbrigði, gaman og alvara. Það má segja að það hafi í stórum dráttum allt gengið eftir. Maður gefur fyrst og fremst kost á sér í þetta vegna áhuga á að hafa áhrif á samfélagið sem maður lifir í.

Nú þegar maður hættir er mér efst í huga öll þau ánægulegu samskipti sem maður hefur átt við fjölda fólka á þessum vettvangi. Oddvitastarfið snýst fyrst og fremst um samskipti við fólk, bæði innan sveitar sem utan. Það eru samskipti við bæði samherja og andstæðinga í einstökum málum. Það eru samskipti við pólitískt kjörna fulltrúa og embættismenn og starfsmenn sveitarfélaganna og samtaka þeirra. 

Sá einstaklingur sem ég hef haft mest samskipi við og unnið mest með í öll þessi átta ár er Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri sem nú lætur einnig af störfum eftir nokkrar vikur. Ég er þeirra skoðunnar að Margrét sé mjög öflugur embættismaður sem vinnur mjög lausnamiðað að öllum verkefnum. 

Samstarf oddvita og sveitarstjóra þarf að vera gott og það hefur verið það í okkar tilfelli. Ég hef upplifað það þannig að milli okkar hafi strax í upphafi verið fullur trúnaður og gagnkvæmt traust og hreinskilni. 

Það hefur verið mér mikls virði í mínum störfum og ég þakka Margréti sérstaklega fyrir samstarfið öll þessi ár. 

08.06.2014 23:10

Líflegt þessa dagana.

Það er líflegt í mínum bæ þessa dagana. Hér dvelja öll börnin í Jaðarkoti í 10 daga á meðan foreldrar þeirra eru í brúðkaupsferð á Krít. 

Og það er ekki setið auðum höndum. Þó skólinn sé kominn í sumarfrí eru enginn vandræði að finna sér eitthvað að gera í sveitinni. Í sumarblíðunni er verið úti frá morgni til kvölds og sofið vel á nóttinni.



Sá yngsti, hann Hrafnkell Hilmar, fylgir gjarnan ömmu sinni til mjalta á kvöldin. Þar liggur hann sko ekki á liði sínu og tekur til hendinni eins og honum finnst helst þurfa. T.d. þegar mjaltatækin eru þrifin í lok mjalta. Þá er betra að vera ekki fyrir þegar hann af mikilli atorku þrífur vélarnar hátt og lágt. emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126904
Samtals gestir: 22933
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:54:08
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar