Í Flóanum

Færslur: 2019 Mars

31.03.2019 08:37

Opelinn

Eg hef nú ekki átt svo marga bíla um æfina, allavega ekki  í samanburði við suma. Það eru nú samt að verða 45 ár síðan ég keypti fyrsta bílinn minn. Ég var þá aðeins15 ára gamall. Þórarinn bróðir minn var að verða 17 ára og bílprófið hans innan seilingar. 

Við fórum því að huga að bílakaupum og keyptum saman 9 ára gamlan Opel Rekord. árg. 1965Ég man ekki eftir að eiga mynd af þessum bíl en hann leit út allveg eins og bílinn á þessarri mynd. 

Þessi Opel var svo á mæstu árum aðal samgöngutækið hér á bæ og reyndist bísna vel. Hann var reyndar nokkuð lár á malarvegum þess tíma. Mátti passa síg á því í lausamöl að vera ekki að hefla vegina með  honum.

Við fórum reyndar í það fljótlega að reyna að hækkan hann að framan með því að setja gúmí undir gormana. Það var veruleg bót þaf því.

Þær voru ófár ferðirnar sem þessi bíll fór. Hann var notaður í allslags útréttingar fyrir heimilið og búreksturinn hér á bæ. Það voru líka margar ferðirnar sem hann fór í fullur af unglingum héðan úr sveitinni á íþróttaæfingar, íþróttamót, böll og fleiri  

Örlög þessa bíls voru svo þau að keyrt var ínn í hliðina á honum á vegamótunum þegar beygt var inn á Villingaholtsveginn af Flóaveginum. Bíllinn var fullur af fólki en við vorum að koma heim af balli. Ég var farðþegi og sat í aftursætinu, að mig minnir næst hliðinni sem keyrt var á. 

Enginn slasaðist í þessum árekstri en Opelinn skemmdist það mikið að ekki var reynt að gera við hann. Ég notaði hann reyndar lengi hérna heima eftir þetta í allslags slark. 
  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49761
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:04:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar