Í Flóanum

Færslur: 2013 Október

31.10.2013 22:31

Framkvæmdir

Í haust höfum við, með öðrum verkum,staðið í viðhaldsframkvæmdum í fjósinu. M.a.erum við búnir að saga upp hluta af gólfinu og skipt um steinbitana.VIð byrjuðum á slíkri endurnýjun fyrir 3 árum og höfum tekið þetta í áföngum. Viðhaldið ()
Áður en kýr og geldneyti voru tekinn alveg inn í haust skiptum við um bitana við legabásana austan megin í fjósinu. 

Nú er meiningin að taka geldneytastíurnar sem eftir eru í næsta áfanga. emoticon

23.10.2013 14:54

Tamningar

Það fylgir því, þegar maður er að fá folöld, sem að sjáfsögðu eru hin efnilegustu frá fyrsta degi, að það verður að láta reyna á það þegar þau eru komin á tamningaaldur. 

Það eru liðin æði mörg ár frá því að hér á bæ hafa verið tryppi á tamninga aldri. En eftir að maður ánetjaðist hestamennskunni aftur eftir langt árabil hefur það nánast gerst eins og af sjálfu sér að hér hafa komið folöld á hverju ári. emoticon......Folald ()

Hér í högum eru þrjú þriggja vetra tryppi. Tvö eru í eigu fjölskyldunnar í Lyngholti og eitt sem ég á en það er hann Kraftur. Brúnn hestur sem fylgdi sem folald rauði meri sem ég keypti haustið 2010. Merin heitir Valka er minn aðal reiðhestur í dag.

Þessi tryppi vori tekinn nú um dagin og tekin í frumtamningu. Við Jón í Lyngholti nutum aðstoðar og aðstöðu hjá Reyni á Hurðarbaki við þetta verkefni.. Ég var nú aðallega í hlutverki gamla mannsins sem horfði á þegar ég gaf  mér tíma til að vera með þeim. Tryppin voru tekinn á hverju kvöldi í nokkur skipti í hringgerðinu á Hurðarbaki. Það var gaman að sjá hvað þau eru fljót að læra þegar unnið er markvist og við réttar aðstæður  með þau. 

Og sá brúni er ennþá gríðalega efnilegur eftir þennan skóla. emoticon
 

15.10.2013 07:48

Október

Verkefni októbermánaðar eru, auk hefðbundinna haustverka í sveitinni, að sitja fundi ýmiskonar og vinna að fjárhagsáætlunum. Má sega að á meðan maður er í starfi oddvita sveitarstjórnar sé þetta einn mesti annatími ársins.

Þegar maður er odddviti sveitarstjónar í sveitarfélagi, eins og Flóahreppur er, fylgir því ýmislegt. M.a. að sitja í stjórnun og nefndum ýmissa samstarfsverkefna og byggðasamlaga sem sveitarfélagið er aðili að. Það þarf að vinna fjárhagsáætlun fyrir öll þessi verkefni sem fjárhagsáætlun sveitarfélagsins tekur svo mið af.

Þetta er mjög mikilvæg vinna og leggur grunn að ábyrgri meðferð opinberra fjármuna.

Mánuðurinn byrjaði með árlegri fjármálaráðstefnu íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í Reykjavík 3. og 4.okt. Þessa dagana er nú verið að undirbúa haustfund Héraðsnefndar sem fram fer 17. og 18. okt og Ársþing SASS sem verður 24. og 25. okt.  

Á Héraðsnefndarfundinum eru m.a. fjárhagsáætlanir  Almannavarna-, Brunavarna-, Hérasskjalasafns-, Byggðasafns Árnessýslu  og Listasafns Árnesinga afgreiddar. Á SASS þinginu er afgreiddar áætlanir fyrir samtök Sunnlenskra sveitarfélaga, Sorpstöðina, Heilbrigðiseftirlitsins og Skólaskrifstofuna. Reyndar stendur til að leggja Skólasrkrifstofuna niður um næstu áramót.

Auk þessa er Flóahreppur í samstarfi við önnur sveitarfélög um ýmis önnur verkefni s.s. eins og Þjónustusvæði um málefni fatlaðra, Velferðaþjónustu Árnesþings og Skipulagsembætti uppsveita Árnessýslu. 

Hjá ollum þessum aðilum er verið að vinna fjárhagsáætlun og skipuleggja starfsemi næsta árs þessa dagana. Stefnt er svo að því að leggja fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Flópahrepps á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar sem verður 6. nóv. n.k.  
  • 1
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49761
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:04:13
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar