Í Flóanum

Færslur: 2019 Ágúst

29.08.2019 14:13

Kolefnissporið

Ég hitti gamlan kunningja minn um daginn og fórum við að ræða um umhverfismál og hratt vaxandi hlínun jarðar. Hann hafði nokkrar áhyggur af stöðunni fyrir hönd komandi kynslóða og vildi ekki láta standa upp á sig að grípa til aðgerða ef hægt væri.

 

Þessi kunningi minn var búinn að vera í búskap alla sína æfi með einum og öðrum hætti norður í landi. Vegna aldur m.a. var hann samt búinn að draga saman seglin í sínum búskap.  Hann sagði mér líka að hann væri að reyna að taka upp umhvefisvænni stefnu í búskapnum.

 

Upphafið af  því var að einhver sem býr í Reykjavík og var búinn að kaupa af honum kjöt lengi hafði tilkynnt honum að hann væri hættur að borða kjöt því það væri svo umhverfisspillandi að framleiða kjöt.

 

Hann sagði mér að í kjölfarið hafi hann ákveðið að hætta að ala upp nautgripi til kjötframleiðslu. Þeir kálfar sem fæddust á bænum er nú bara lógaði strax nýfæddum. Þetta væru nú nokkrir kálfar á ári þar sem hann væri enn að framleiða nokkuð af mjólk.

 

Þar sem nokkuð langt er í næsta sláturhús þar sem hann býr er ekki grundvöll fyrir þvi að koma kálfunum þangað, þannig að hann sagðist bara verða að lóga þeim sjálur heima. Vandmálið við það væri helst að ekki mætti hann grafa þá sjálfur heldur þyrfti hann að koma þeim á viðurkenndan urðunnarstað.

 

Til þess að koma dauðum kálfinum þangað þarf hann að fara  á traktornum 30 km og setja hann í hrægám sveitarfélagsins. Gámurinn er svo tekinn þegar hann er fullur og farið með innihald hans til urðunnar í annan landsfjórðung.

 

Ég spurði nú þennan ágæta kunningja minn hvort hann ætti þá ekki allt of mikið af heyjum fyrst hann væri hættur í nautaeldinu. Nei hann hélt nú ekki, nú væri hann farinn að selja heyið.  Einmitt þessi sami maður í Reykjavík og hætti að kaupa af honum kjötið væri nú farinn að kaupa hey af honum. Hann væri með hóp af hrossum og væri að stofna hestleigu og bjóða upp á hestferðir um landið. Það væri mun umhverfisvænna að fara í slíkann rekstur heldur en að ala upp nautgripi.

 

"Sækir hann þá til þín hey" spyr ég. "og keyrir til Reykjavikur"

"Já já hann sækir til mín margar ferðir af heyi og fer með til Reykjavíkur."

"En er hann að bjóða upp á hestaferðir í Reykjavík" spyr ég.

"Nei hann er að bjóða upp á hestferðir um allt land. Hann flytur hrossin á bílum eða rekur þau í hópum  hvert á land sem er, ásamt mannskap, búnaði og  fóður fyrir menn og skepnur eins og þarf."

 

Ég ákvað nú að spyrja ekki meir út í þessar hestaferðir. Þess í stað spurði ég hann að því hvort hann væri búinn að fækka fénu eitthvað. Já hann sagði svo vera. Eftir að hann frétti að kolefnisspor íslenska lambakjötsins væri með því mesta sem gerðist væri hann búinn að missa áhugan á því. Nú væri hann alvarlega að hugsa um að hætta alveg með það. 

 

Hann kviði því eiginlega mest að hafa ekki lambakjöt handa sjálfum sér ef hann hætti allveg. En nú væri hann að skoða möguleika á því að breyta fjárhúsunum í svínahús og fara út í svínabúskap. Hann sagði mér að kolefnisspor svínakjötsins væri mun minna en lambakjötsins.  

 

Svínin ætu ekki hey og því gæti hann aukið heysöluna til Reykjavíkur ef hann skipi yfir í svínin.  Hann yrði að vísu líka að kaupa allt fóður hand svínunum. Það kæmi nú aðalega frá útlöndum og flutt til hans frá Rykjavík. Það væri nú minsta málið.

 

Ég spurði nú þennan kunningja minn að norðan hvernig hagarnir hjá honum væru nú þegar fénu fækkaði. Hann sagði mér að þeir væru nú allveg að verða ónýtir til beitar. Um leið og fénu fækkaði hefði víðir og allskonar kvistir og blómagróður vaðið uppi. Framræsluskurðirnir væru að fyllast af gróðri og jarðvegi og væru orðir vita gagnslausir. Í rigningatíð sæti vatnið upp og víða orðið of blautt fyrir búfénað.

 

En þetta væri mjög í anda umhverfisins og maðurinn úr Reykjavík sem einu sinni keypti af honum kjöt en núna hey hefði bent honum á að votlendissjóður hefði áhuga á þessu. Nú væru komar stórar ýdur á svæðið og þeirra verkefni væri að ýda jarðvegi í þessa gagnslausu skurði.

 

"Og hvar á að taka þennan jarveg til að setja í skurðina" spurði ég

"Nú hann er bara tekinn í landinu næst skurðunum. Þetta væri ekki svo mikið sem kæmist í skurðina þeir væru fullir að drullu fyrir" svaraði hann

" En skilur það þá ekki eftir sig sár á gróðrinum í kring.  Ekki er það fallegt "

 

Kunningi minn hafði engar áhyggur af því. Þetta væri allt saman gert að fyrirskipan færustu sérfræðinga úr Reykjavík í umhverfimálum. Hann sagði að vísu væri smá vandamál en á jörðinni við hliðina á honum sem væri í eyði er verið að skipuleggja skógrækt í stórum stíl.

 

Það væru hópur fólks sem ætti þessa jörð, m.a. maðurinn úr Reykjavík sem einu sinni keypti af honum kjöt en væri núna að kaupa af honum hey, og þau væru nú að leita eftir fjármagni til þess að rækta skóg á allri jörðinni. Það ætluðu þau að gera til þess að binda kolefni úr andrúmsloftinu.

 

Til þess að það geti gengið upp er verið að endur skipuleggja framræslu á jörðinni. Nú þegar búið er að loka skurðunum hjá kunningja mínum er ekki lengur hægt að nýta þá skurði til að veita vatni burtu.  Því þarf að grafa nýja skurði á jörðunum í kring til þess að geta ræktað þennan fyrirhugaða skóg.

 

Eftir þetta samtal verð ég að viðurkenna að ég veit ekki alveg  hvort ég er að skilja þessi umhverfismál alveg nógu vel.  Ég hlít að þurfa að reyna að komst betur til botns í þessum útreikningum á kolefnissporinu.  emoticon  emoticonemoticon 

 

 

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49676
Samtals gestir: 5986
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:00:38
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar