Í Flóanum

Færslur: 2012 Maí

28.05.2012 22:08

"Undir háu hamra belti".

Sumarhátíð leikskólans Krakkborg Í Flóahreppi var haldin í síðustu viku. Við það tækifæri söng kór leikskólans "Regnbogakórinn" nokkur lög. Þar var nú ekki verið að ráðst á garðinn þar sem hann er lægstur heldur voru sungin alvöru sönglög.Hér er kórinn að syngja "Rósina". Þau sungu af innlifun en vandvirkni svo unun var á að hlusta. Mér finnst ástæða til að þakka þessum myndalegu krökkum fyrir frábæra tónleika.emoticon 

Starfsfók leikskólans undir styrkri stjórn Karenar leikskólastjóra er að vinna hér gott starf. Það er ómetanlegt að geta boðið öllum börnum í sveitarfélaginu, sem þess þurfa eða foreldara þeirra óska, leikskólavist í góðum leikskóla. Leikskólinn Krakkaborg nýtur traust hér í samfélaginu og er að mínu vita að skila góðum árangri í starfi.

Það er umhugsunarvert að húsnæði skólans er nú fullnýtt og þarfnast endurbóta ef það á að nýta það áfram undir þessa starfsemi. Ég er þeirra skoðunnar að nauðsynlegt sé gera ráð fyrir að leikskólinn þurfi að geta tekið við fleiri börnum á næstu árum. 

Íbúaþróun í sveitarfélaginu er með þeim hætti að hér hefur íbúum fjölgað frá síðustu aldarmótum eftir að um stöðuga fækkun var að ræða alla síðustu öld. Hlutfall barna á leikskólaaldri hefur alltaf sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Í dag er þetta hlutfall í tæpu meðallagi miðað við hvað það hefur verið hér áður. Eins er þetta hlutfall lægra hér en meðaltalið er á landsvísu í dag.

Þetta finnst mér vera vísbending um það að það séu meiri líkur en minni að leikskólabörnum eigi eftir að fjölga hér á næstu árum jafnvel þó heildaríbúum hætti að fjölga. Það eru hingvegar ekkert sem bendir til annars en hér haldi áfram að fjölga íbúum. Það sýna afgreiðslur byggingarfulltrúa á byggingaleyfum fyrir ný íbúðahús á síðasta ári og áform um slíkt sem er verið að fjalla um núna.

Nú er verið að skoða möguleika á að færa leikskólann frá Þingborg að Flóaskóla.  Þar getur verið möguleiki á að koma fyrir leikskóla fyrir talsvert fleiri börn en nú eru leikskólanum án þess að bæta við húsnæði. Þetta kallar samt á framkvæmdir bæði við að breyta húsnæði og eins þarf að gera breytingar á skólalóðinni.

Mér sýnist í þessu geta falist tækifæri á að efla starfið í leikskólanum enn frekar. Í þessu geta einnig falst tækifæri fyrir grunnskóann á staðnum og hugsanlega aukinn þjónusta við íbúa í sambandi við skóavistun eftir skólatíma fyrir yngri nemendur grunnskólans. Tækifærin felast t.d. í því að hægt er að samnýta betur bæði húsnæði, tæki og aðstöðu sem og sérþekkingu starfsfólks fyrir bæði skólastignin.

Það er mikilvægt að vanda vel til verka ef farið er í þesasar breytingar. Við þurfum að vera viss um að aðstaðn verði betri eftir breytingu bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Við þurfum líka að vera viss um að Flóaskóli getir haldi áfram að þróast og það mikla og góða starf sem þar er unnið skerðist ekki á nokkurn hátt. 

25.05.2012 23:40

Sauðburður

Nú er sauðburður hér á bæ langt kominn og hefur bara gengið nokkuð vel. Langflestar eru tvílembdar en það er einmitt óskastaðan. Vandræði er með einn gemling sem ekki vill annað lambið sitt og eitt móðurlaust lamb sitjum við uppi með.Hún Aldís Tanja í Jaðarkoti hefur verið áhugasöm við að fylgjast með sauðburðinum. Dagana áður en hann byrjaði var hún mætt í fjárhúsið um leið og hún kom heim úr skólanum. Hún hélt þar uppi vökulu eftirliti.  Síðan þegar ærnar fóru að bera lét hún mig vita um leið og hún var vör við að einhver ærin var að byrja.  Það var svo í gær að hún Öskubuska 10-361 bar en það er kindin hennar Aldísar. Hún kom með tvo svarta hrúta.

 Það er nú gaman að geta verið stoltur fjáreigandi. emoticon


18.05.2012 07:36

Skemmtilegt ættarmót

Ættarmótið um síðustu helgi tókst ljómadi vel. Það voru rúmlega 70 manns sem gátu mætt og áttum við skemmtilegan dag samanByrjað var í Egilsstaðakoti og hún var góð kjötsúpan sem Kota-fjölskyldan bauð upp á.Lömbin hjá Þorsteini Loga vöktu mikla athygli og gæti ég trúað að í hópnum hafi verið sauðfjárbændur framtíðarinnar.Þegar hópurinn kom svo hingað í Kolsholt var boðið upp á kaffi á verkstæðinu. Þar var m.a. hægt að skoða ýmis verkfæri og áhöld frá búskapar tíð afa og ömmu.

Mikla athygli vakti einnig líkön sem pabbi smíðaði í vetur af húsaskipan á tveimur jörðum sem afi og amma byggðu upp á sinni æfi. Þessi líkön eru listasmíð en hann naut aðstoðar hjá mömmu við að mála og annan frágang.

Afi og amma byrjuðu sinn búskap í Fagurhlíð í Landbroti 1921 og byggðu þar upp öll hús. Þar var bæjarlæknum veitt undir íbúðarhúsið og hann látinn knýgja rafstöð sem var í kjallaranum. Var þetta eitt af fyrstu húsum á landinu sem hafði rafmagn.

Seinna eftir að þau fluttu suður byggðu þau svo upp nýbýlið Láguhlíð í Mosfellssveit á árunum 1945 til 1948. Þar er ég fæddur og ólst upp til 10 ára aldurs. Hægt er að fræðast betur um lífshlaup afa og ömmu hér:Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar.Ættarmótinu lauk svo með grillveislu í Þjórsárveri og þar var haldin kvöldvaka.Þar stigu á stokk ýmsir listamenn ættarinnar og skemmtu okkur hinum. Það er hún Kolbrún Katla í Lyngholti sem hér syngur lagið "það er komið sumar" við góðar viðtökur ættarmótsgesta. 

Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og vil ég þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæran dag.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá ættarmótinu í myndaalbúm.

10.05.2012 07:43

Ættarmót

Þann 15. maí n.k. eru 120 ár liðin frá því að hann afi minn Þórarinn Auðunsson (f.15 maí 1892 - d.24 júní 1957)  fæddist. Honum kynnist ég aldrei þar sem hann lést tæpum tveimur árum áður en ég fæddist. Niðjar hans og ömmu minnar Elínar G. Sveinsdóttur ( f. 7 júlí 1898 - d.29 des 1993) ætla að koma saman hér í Flóanum nú á laugardarinn 12. maí.


Þórarinn Auðunsson og Elín G. Sveinsdóttir 1942 á Skeggjastöðum í Mosfellsveit

Hópurinn ætlar að hittast í Egilsstaðakoti hjá ElluVeigu og fjölskyldu hennar upp úr hádegi. Þar verður m.a. fylgst með sauðburðinum hjá Þorsteini Loga og boðið verður upp á kjötsúpu. Seinnipart dagsins er svo meiningin að allur hópurinn komi hingað í Kolsholt. Ætlum við að kynna frændfólki okkar og þeirra mökum og öðrum fylgifiskum hvað hér er verið að fást við. Um kvöldið verður svo grillað í þjórsárveri og vafalaust eitthvað sér til gamans gert.

Að þessu tilefni set ég hér inn á síðuna nýjan tengil (Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS)sem vísar á efni um æfi og störf afa míns og ömmu. Þau voru af þeirri kynslóð sam upplifðu frá upphafi þær gríðalega miklu breytingar sem urðu á síðustu öld með örum tækniframförum og þjóðfélagbreytingum.
07.05.2012 07:30

Lágfóta

Honum Þorsteini Loga í Egilsstaðakoti brá illa í brún nú einn morguninn þegar hann varð var við að það var tófa að læðupokast í lambfénu hjá honum nánast heima við fjárhús. Þorsteinn brást skjótt við og hringdi í Sigmar frænda sinn í Jaðarkoti og fékk hann til þess að koma í hvelli og freista þess að vinna á kvikindinu.

Þorsteinn fylgdi rebba svo eftir á hlaupum þegar hann reyndi að forða sér og gat vísað Sigmari nokkurn veginn á hann þegar hann mætti á svæðið með þau tæki sem til þarf. Þar náði Sigmar honum svo í færi og mun þessi refur ekki aftur hrella bóndann í Egilsstaðakoti eða lömbin hans.   

Það eru ekki mörg ár síðan refur fór að vera á þessu svæði. Þegar ég flutti í Flóann fyrir bráðum hálfri öld síðan, og á meðan ég var að alst hér upp, þekktist ekki að hér væru refir. Þegar fyrst sást til rebba hér, að mig mynnir um 1980, þótti það ekki minna fréttnæmt en ef sést hefði til geimveru á svæðinu.
 
Upp úr þessu var vitað um nokkur greni efst gamla Hraungerðishreppum sem fylgst var regulega með og þau unnin ef dýr komu í þau. Það er svo ekki fyrr en um aldarmótin síðustu að menn gera sér grein fyrir að lágfóta er kominn um allan Flóann allt niður í fjöru. Nú kippir enginn sér upp við það þó haupadýr sjáist hvenær ársins sem er, hingað og þangað um Flóann.

Það þarf ekki að efa að tilkoma refsins á svæðinu hefur haft áhrif á allt annð lífríki. Það þarf t.d. ekki glögga menn til þess að taka eftir því hvað fuglalíf er mikið minna en áður var. Einnig fréttist af dýrbitnum lömbum orðið á hverju sumri.

Nú er búið að skrá hátt í þrjátíu tófugreni í Flóahreppi og á hverjun ári bætast fleiri við. Þrátt fyrir minkandi skilning ríkisvaldsins (eða alls engann skilning) á nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun og útbreyðslu refsins hefur sveitarfélagið látið leita grenja á hverju ári undanfarið. Það er ástæða til þess að halda því áfram að mínu mati. emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49800
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:25:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar