Í Flóanum

Færslur: 2013 Desember

25.12.2013 11:12

Gleðileg jól

Á þessum fallega en kalda jóladegi sendi ég lesendum síðunar mínar bestu jólakveðjur. Ég vil þakka öll góð og skemmtileg samskipti á árinu. 



Í tilefnni þess að jólin eru hátíð barnanna set ég hér inn mynd af öllum barnabörnunum okkar Kolbrúnar. Þau hafa undanfarna daga og vikur beðið með mikilli eftirvæntingu að þessi jól fari nú loks að láta sjá sig. Nú er biðin á enda og hægt að fara að hlakka til einhvers annars.

Ég hlakka til vorsins. emoticon

18.12.2013 22:17

Snjór

Undanfarna daga hefur verið snjór yfir öllu hér í Flóanum. Það þarf nú ekki endilega að koma á óvart á þessum árstíma og það vissulega hjálpar í baráttunni við myrkrið í skammdeginu að hafa hvíta jörð. 



Við fórum um síðustu helgi og rákum tryppin úr stóðini. Þau eru nú í ágætu standi en okkur fannst rétt að fara að gefa þeim sérstaklega. 





Nú er orðið tímabært að fara að huga að tilhleypingum í fjárhúsinu. Ég hef reyndar verið að grípa í að endurýja gólfið undir gemlingunum og þarf að ljúka því áður en ég sleppi hrútinum í ærnar. Það hefst nú vonandi innan tíðar. emoticon 


11.12.2013 21:54

Hangikjöt.

Ég hef undanfarin haust staðið í því að reykja kjöt. Nú orðið finnst mér minna varið í hangikjöt nema hafa reykt það sjálfur. Þetta er að sjálfsögðu bara fyrirhöfn og vesen. En ég er haldinn þeirri áráttu að finnast tilveran áhugaverari ef maður hefur hæfilega mikið fyrir hlutunum.


Aðstaðan er nokkuð frumstæð en kannski lætur maður það eftir sér einhvern tímann að koma sér upp almennilegum reykkofa. Þangað til verður þessi reykofn sem ég útbjó úr gamalli haugsugu að duga. emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 79
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 130349
Samtals gestir: 23829
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:13:14
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar