Í Flóanum

22.12.2010 07:26

Vetrarsólstöður

Í dag tekur daginn aftur að lengja. Mér finnst það mun áhugaverðara ástand en það sem boðið hefur verið upp á undanfarið. Það er engan veginn upplífgandi veruleiki þegar sólinn sífellt drattast seinna á lappir og sekkur svo í Atlandshafið örfáum tímum seinna.



Nú er það ekki svo að ég hafi verið farinn neitt að örvænta. Allt frá því að ég man eftir mér hefur þetta verið árviss viðburður. Ég er löngu farinn að treysta því að áður en sólin hættir alveg að koma upp þá tekur daginn aftur að lengja á þessum árstíma. Hann lengist svo smátt og smátt. Örlítið í fyrstu en síðan jafnt og þétt allt fram að því að bjart er orðið allan sólarhringinn.

Hrútastofn landsins er í önnum þessa dagana. Það á einnig við um hrútana hér á bæ en nú eru þeir í óða önn að leggja drög að sauðburði næsta vors. Í ár var sú stefna tekinn hér að sleppa öllum sæðingum og treysta hrútunum allveg fyrir verkefninu.

Hér hefur talsvert verið treyst á sæðingar til kynbóta í áratugi. Fárstofnin er samt það lítill að það hefur komið betur út að sæða annað eða þriðja hvert ár. Reyna þá að sæða nokkuð stórann hluta stofnsins og hafa þá úr einhverju að velja til lífs.

Í fyrra voru sæðingar notaðar og í haust voru sett á bæði gimbrar og hrútar undan sæðingahrútum. Lambhrútarnir hafa undanfarna dag verið að spreyta sig og það gengið ágætlega. Nú er hinsvegar veturgamli hrúturinn að mestu tekinn við.



Sá veturgamli er morbotnóttur og heitir Seifur. Hann er undan Laxa frá Laxárdal í Þistilfirði. Laxi var keyptur hingað lamb haustið 2007 að noðan. Sennilega hefur enginn einstaki hrútur haft meiri áhrif hér í ræktuninni en hann. Hann sjálfur er nú fallinn en töluvert er orðið til undan honum.    

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 149
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 131570
Samtals gestir: 24121
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 04:39:40
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar