Í Flóanum

28.06.2012 07:34

Forseti Íslands

Nú stendur til að kjósa til forseta á laugardaginn. Það hafa sem betur fer nokkrir lýst sig reiðubúna til þess að taka að sér embættið.  Nú reynir bara á þjóðina að velja þann sem henni þykir bestur.

Það óvenjulega við þessar kosningar nú er að sitjandi forseti hefur fullan vilja til þess að gegna starfinu áfram. Það hefur ekki þótt ástæða til þess áður ef sitjandi forseti  vill halda starfinu að leggja í mikla vinnu við mótframboð og kosningabaráttu. Ef til þess hefur komið þá tók þjóðin varla eftir því og sitjandi forseti kjörinn með yfirgnæfandi fylgi.

Nú bregður öðru vísi við. Nú er fjöldi mótframboða og töluvert lagt í kosningabaráttuna. Umræðan snýst reyndar svolítið um sitjandi forseta og störf hans. Augljóst er að hann nýtur ekki sama almenna traust og fyrirrennarar hans gerðu meðan þeir voru í starfi. Enda er hann búinn upp á sitt einsdæmi að gjörbreyta  starfinu og hlutverki þess í sinni embættistíð.

Hann hefur tekið sér meiri pólítísk völd en nokkur annar forseti hefur gert. Hann hefur stillt sér upp sem "öryggisventli" fyrir þjóðina gangvart þeim stjórnvöldum sem þjóðin kýs yfir sig. Það fellst aðallega í því að hann leggi persónulegt mat á það hvaða mál eru það "stór" að rétt sé að hann taki til sinna ráða og hafi afskifti af afgreiðslu þeirra.

Ýmislegt í þessari umræðu veldur mér heilabrotum og finnst mér þversagnir í ýmsu því sem haldið er fram.  Þeir sem mest tala um lýðræðið og að færa eigi völd til fólksins ætla að setja traust sitt á forsetaembættið.  Þetta gengur svo langt að mér finnst eins sumir haldi það, að það verði allt eitthvað lýðræðislegra ef völd forseta eru aukinn.

Talað er jafnvel um það að forsetinn eigi að segja Alþingi fyrir verkum ef honum sýnist svo og hann eigi hiklaust að vísa mönnum úr ríkisstjórninni ef honum þykir ástæða til.

Mér finnst akkúrat ekkert lýðræðislegt við þetta. Ef það er nauðsynlegt, sem það sjálfsagt er, að almenningur geti tekið fram fyrir hendurnar á starfandi stjórnvöldum verðu að finna einhverja betri lausn á því.

Það er engann vegin boðlegt að vera háður, í þessum efnum, duttlungum einnar mannesku þ.e. þeirri sem gengir embætti forseta hverju sinni.  Hægt er að spyrja sig núna, ef sitjandi forseti nær ekki helming greiddra atkvæða hvort meirihluti þjóðarinnar treystir honum þá ekki. Hann gæti samt sem áður ná kjöri til þess að gegna starfinu áfram,

 

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131478
Samtals gestir: 24092
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:46:08
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar