Í Flóanum |
||
18.03.2010 07:35Ársreikningur FlóahreppsÁrsreikningur Flóahrepps fyrir árið 2009 var lagður fram á sveitastjórnarfundi í gærkvöldi og afgreiddur til annarra umræðu. Afkoma sveitasjóðs var betri en áætlað var en hagnaður af heildarrekstrinum var 33,6 millj. Gert var ráð fyrir tæplega 20 millj. hagnaði á fjárhagsáætlun ársins. Athygli vekur að tekjur sveitarfélagsins eru hærri en áætlað var og á það við bæði um útsvarstekjur og framlög úr jöfnunarsjóði. Tekjufall í síðasta ári virðist almennt ekki vera eins mikið og gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir miklar verðlagshækkanir á síðasta ári hefur tekist að halda rekstarakostnaði nokkurn veginn innan áætlanna. Þetta hefur telist með samstilltu átaki stjórnenda og annarra starfsamanna sveitarfélagsins. Þessi árangur er gríðalega mikilvægur til þess að geta varið sterka fjárhagsstöðu hjá Flóahrepp þrátt fyrir töluverðar framkvæmdir og gefur tækifæri á frekari uppbyggingu og framkvæmdum á næsta kjörtímabili. Mér ekki kunnugt um að ársreikingur 2009 hafi verið lagur fram hjá neinu öðru sveitarfélagi ennþá. Allavega er Flóahreppur með þeim allra fyrstu til þess að klára uppgjör fyrir síðasta ár. Það er að mínu viti mjög mikilvægt að uppgjör liggi sem fyrst fyrir á hverjum tíma. Eftir því sem það er fyrr á ferðinni nýtist það betur við stjórn og skipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Þó að á skrifstofu Flóahrepps séu ekki mörg stöðugildi er það samhent og öflugt lið sem er að skila góðri vinnu. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is