Í Flóanum |
||
20.03.2010 07:38Viðbygging við Flóaskóla Vinnuhópur um framkvæmdir við Flóaskóla fundaði í gær með fræðslunefnd og skólaráði Flóaskóla. Þessi fundur var m.a.haldin til þess að upplýsa þessa aðila um hvernig vinna við viðbygginguna gangi og skoða bygginguna. Á fundinn mættu einnig þeir Jón Friðrik Matthíasson hönnuður og Gestur Þráinsson framkv.stj. Smíðanda sem sér um framkvæmdir við fyrri áfanga byggingarinnar. Verkið er nokkurn vegin á áætlun en fyrra áfanga á að vera lokið í maí. Nú er verið að semja við verktaka um seinni áfangann og er vonst til að vinna við þann áfanga geti hafist fljótlega. Stefnt er að því að húsmæðið verði tekið í notkunn þegar skóli hefst næsta haust. Mikil áhersla hefur verið á það að nýta vel það fjármagn sem fer í þessa framkvæmd. Hönnun byggingarinnar tók mið að þessu og skipulag allt við framkvæmd verksins. Þrátt fyrir það er ekki verið að spara í neinum liðum sem geta komið niður á endingu eða leitt til hærri rekstarakostnaðar. Ekki er heldur verið að spara í neinu sem getur komið niður á notagildi hússins til kennslu. Lögð er áhersla á einfalda byggingu og góða nýtingu á hvern byggðan rúmmetra. Þetta virðist vera að ganga nokkuð vel upp. Eins og nú horfir ætti að vera hægt að fullklára þess byggingu fyrir u.þ.b. 160 til 170 millj. sem er allt að því helmingi minna en nefnt var í upphafi. Flóahreppur mun ekki þurfa að taka nein ný lán vegna þesssarra famkvæmda. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is