Í Flóanum |
||
27.03.2010 07:45GREASEÍ gærkvöldi var ég á hreint magnaðri sýningu nemenda Flóaskóla á söngleiknum GREASE. Eins og áður á þeim skemmtunum sem Flóaskóli efnir til er mikill metnaður lagður í verkið. Allir nemednur skólans allt frá 6 ára börnum upp í 14 ára unglinga standa saman að dagskránni. Samhent starfslið skólans stýrir og skipuleggur verkefnið af mikilli færni og með ólýkindum hvað dagskráin gekk vel með öllum þessum fjölda barna og unglinga. Tónlistin skipar stórt hlutverk í söngleikjum og það var mikið sungið í sýningunni í gær. Krakkarnir gáfu ekkert eftir í söngnum og steig á stokk hver idol stjarnan af annarri. Það er ekki annað hægt en að fyllast mikili bjartsýni á framtíðina með allt þetta efnilega listafólk í þessarri sveit. Ég vil bæði þakka nemendunum fyrir frábæra sýningu og ekki síður Kristínu skólastjóra og öllu hennar starfsliði fyrir þá miklu og góðu vinnu sem unnin er í Flóaskóla ![]() Af því að ég er nú margra barna afi og afar hafa fulla heimild til þess að monta sig af barnabörnum sínum set ég hér mynd af henni Kolbrúnu Kötlu dótturdóttur minni sem hér syngur ásamt henni Sigrúnu í Vorsabæ af mikilli innlifun og krafti lagið "von og þrá" með eftirmynnanlegum hætti. Skrifað af as Flettingar í dag: 293 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 442 Gestir í gær: 96 Samtals flettingar: 192214 Samtals gestir: 34137 Tölur uppfærðar: 7.4.2025 19:50:18 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is