Í Flóanum |
||
02.04.2010 07:53Kalt í FlóanumÞað er frekar kalt í Flóanum þessa dagana. Vorið liggur samt í loftinu og ekki laust við að maður sé farinn að hlakka til þess að geta farið að taka til við hin hefðbundu vorverk í sveitinni. Daginn er farið verulega að lengja og nú þegar það er orðið nánast fullbjart á morgnanna kl 6 þegar ég fer til morgunmjalta er ástandið að verða nokkuð þolanlegt. Kvöldin eru líka farin að nýtast betur og nær maður orðið góðum reiðtúr í björtu eftir að hefðbundum verkum er lokið. ![]() Það má segja að þessa dagana sé mannskapurinn komin á fullt í fyrstu vorverkin en þau felast nú aðalega í að vinna áburðaráætlun, ganga frá áburðar- og fræpöntunum, klára bókhaldið og skila skattskýrslunni. Ekki kannski það allra áhugaverðasta en mikilvægt að vera búinn að öllu slíku þegar hitastigið gefur færi á að hella sér í útiverkin. Yngri bændurnir á bænum voru nú það bjartsýnir um daginn þegar hér var frostlaust í nokkra daga að það var farið að undibúa að vinna flög. Síðan hefur verið kalt og jörð frosin. Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is