Í Flóanum

12.04.2010 07:49

Afreksbikar Búnaðarfélags Villingaholtshrepps

Í gærkvöldi var aðalfundur Búnaðarfélags Villingaholtshrepps haldinn í Þjórsárveri. Á fundinum var afreksbikar félagsins afhentur, en hann er farandbikar sem Búnaðarsamband Suðurlands gaf félaginu á eitt hundrað ára afmæli sínu. Að þessu sinni var bikarinn veittur starfsfólki og nemendum Flóaskóla fyrir frábæran árangur í starfi og leik.  Kristín skólastjóri mætti á fundinn og veitti bikarnum viðtöku. 

Ég á reyndar sæti í úthlutunnarnefnd fyrir þennan bikar sem oddviti sveitarfélagsins. Mér fannst það  vel við hæfi að veita þessum aðilum þessa viðurkenningu nú og samþykkti með ljúfu geði tillögu þar um í nefndinni. Gríðalega öflugt starf er unnið í Flóaskóla og nýtur skólinn mikils trausts hér í samfélaginu. Það eru mikil verðmæti í þvi fyrir þetta samfélag og sjálfsagt mál að vekja athygli á því og þakka fyrir það sem vel er gert.  

Ég óska nemendum og starfsfólki Flóaskóla til hamingu með þess viðurkenningu emoticon
Flettingar í dag: 438
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 285142
Samtals gestir: 44349
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 10:42:34
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar