Í Flóanum |
||
15.04.2010 07:38FramboðKynnt hefur verið til sögunnar annað framboð til sveitarstjórnar hér í Flóahreppnum. Hér kom með póstinum í gær einblöðungur þar sem nýr framboðslisti, T listinn, er kynntur. T..ið er sagt vera "tákn um traust" og megin markmið framboðsins eru tíunduð. Það er fagnaðarefni að fólk bjóði sig fram til forustu í sveitarfélaginu. Mér finnst ljóst að þetta framboð er sett fram gegn því framboði sem ég hef gefið kost á mér að leiða og þykist vita að það er komið fram vegna óánægju þessa fólks með störf núverandi sveitarstjórnar. Það er mjög gott að fá mótframboð og vonandi verður það til þess að skapa hér málefnalega umræðu. Ég treysti því að íbúar allir taki þátt umræðunni og kynni sér málin vandlega og fordómalaust áður en gengið verður til kosninga nú í vor. Ekki stendur á mér að taka þátt í þessari umræðu og á ég bara von á skemmtilegri og málefnalegri kosningabaráttu á næstu vikum. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 126 Gestir í dag: 16 Flettingar í gær: 328 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 190766 Samtals gestir: 33867 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:35:36 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is