Í Flóanum

30.04.2010 07:43

Afréttamálafélagið

Afréttamálafélag Flóa og Skeiða hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Á árvissum afréttamálafundi í ágúst í fyrra setti félagið sér nýjar samþykktir um sína starfssemi og var þetta fyrsti aðalfundurin sem haldin er samkvæmt þeim.

Ég var talsmaður þess og lagði það til á sínum tíma að félagið setti sér nánari samþykktir til þess að starfa eftir en fram til þessa starfaði félagið eingöngu eftir óljósum tilmælum í fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna nr 408 /1998. Með sameiningu sveitarfélaga á svæðinu höfðu aðstæður líka breyst frá því að fjallskilasamþykktin var samþykkt og ýmislegt í þeim sem varla átti við lengur.
 

Samkvæmt nýjum samþykktum skal Afréttamálafélagið halda tvo afréttarmálafundi á ári hverju. Fyrri  fundin skal halda fyrir 1. maí þar sem m.a. reikningar síðast liðins árs eru afgreiddir og fjárhagsáætlun  ársins samþykkt. Seinni fundurinn er svo haldinn í ágúst þar sem raðað er í leitir og tilhögun smölunnar og rétta er ákveðin. Á fundunum fara fullrúar sveitarfélaganna sem standa að félaginu með atkvæðisrétt . Fulltrúarnir eru alls átta og koma 4 frá Flóahreppi. Sveitarfélagið Árborg skipar tvo og Skeiða-og Gnúpverjahreppur tvo.


Myndin er tekin í réttunum s.l. haust þegar verið er að leggja af stað heim á leið.   

Flettingar í dag: 438
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 285142
Samtals gestir: 44349
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 10:42:34
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar